Mál númer 201511264
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Tillaga um viðgerðir á stíg meðfram Varmá sumarið 2023 lögð fyrir umhverfisnefnd til samþykktar
Afgreiðsla 238. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. maí 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #238
Tillaga um viðgerðir á stíg meðfram Varmá sumarið 2023 lögð fyrir umhverfisnefnd til samþykktar
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga á viðgerðum á stíg meðfram Varmá árið 2023.
Tillaga samþykkt með 5 atkvæðum. - 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Lagt er fram minnisblað Alta vegna vinnu við endurbætur á stíg meðfram Varmá. Áætlun tilgreinir næstu skref og hugsanlegan kostnað lagfæringa og uppbyggingar.
Afgreiðsla 219. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #219
Lagt er fram minnisblað Alta vegna vinnu við endurbætur á stíg meðfram Varmá. Áætlun tilgreinir næstu skref og hugsanlegan kostnað lagfæringa og uppbyggingar.
Málið kynnt. Umhverfisnefnd er jákvæð gagnvart tillögum Alta.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Lagt er fram til kynningar minnisblað Alta og Landslags vegna vinnu við endurbætur á stíg meðfram Varmá.
Afgreiðsla 542. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #542
Lagt er fram til kynningar minnisblað Alta og Landslags vegna vinnu við endurbætur á stíg meðfram Varmá.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd fagnar framgangi verkefnisins.
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Lögð fram lokadrög að umhverfisskipulagi Varmár og verkefnistillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal, sem hluta að varanlegum úrbótum á göngustígum og bakkarofi í Varmá. Skipulagsfulltrúi kemur á fundinn.
Afgreiðsla 212. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. september 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #212
Lögð fram lokadrög að umhverfisskipulagi Varmár og verkefnistillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal, sem hluta að varanlegum úrbótum á göngustígum og bakkarofi í Varmá. Skipulagsfulltrúi kemur á fundinn.
Lögð fram lokadrög að umhverfisskipulagi Varmár og verkefnistillöga fyrir breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal, sem hluti að varanlegum úrbótum á göngustígum og bakkarofi í Varmá.
Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd samþykkir drögin og gerir ekki athugasemdir. - 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Starfsmenn Alta, Halldóra Hrólfsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir, kynna umhverfisskipulag og hugmyndir um þróun gönguleiðar meðfram Varmá. Kynning hefst klukkan 8:40.
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Kynning á drögum að umhverfisskipulagi Varmár frá upphafi til ósa. Ráðgjafar Alta koma á fundinn.
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. maí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #514
Starfsmenn Alta, Halldóra Hrólfsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir, kynna umhverfisskipulag og hugmyndir um þróun gönguleiðar meðfram Varmá. Kynning hefst klukkan 8:40.
Kynning, umræður um málið. Skipulagsnefnd felur umhverfissviði áframhaldandi vinnu við verkefnið.
- 30. apríl 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #208
Kynning á drögum að umhverfisskipulagi Varmár frá upphafi til ósa. Ráðgjafar Alta koma á fundinn.
Fulltrúar Alta ráðgjafa komu á fundinn og kynntu drög að umhverfisskipulagi fyrir Varmá.
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Kynnt tillaga að fyrirkomulagi við vinnu að umhverfisskipulagi við Varmá vegna endurtekins bakkarofs og tillaga að samráði með landeigendum sem aðkomu eiga að málinu.
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
- 24. október 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #204
Kynnt tillaga að fyrirkomulagi við vinnu að umhverfisskipulagi við Varmá vegna endurtekins bakkarofs og tillaga að samráði með landeigendum sem aðkomu eiga að málinu.
Umhverfisstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi vinnu við umhverfisskipulag meðfram Varmá ásamt fyrirhuguðu samráðsferli við landeigendur. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að málið verði leyst í samræmi við samþykkta umhverfisstefnu. Upplýst verði um stöðu verkefnisins á næsta fundi umhverfisnefndar.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Farið yfir verkefnistillögu um mótun framtíðarstefnu og skipulags til að vernda bakka og lífríki Varmár og uppbyggingu göngustígs meðfram ánni.
Afgreiðsla 191. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. október 2018
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #191
Farið yfir verkefnistillögu um mótun framtíðarstefnu og skipulags til að vernda bakka og lífríki Varmár og uppbyggingu göngustígs meðfram ánni.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir ráðgjafi frá Alta kom á fundinn og fór yfir drög að verkefnatillögu um mótun framtíðarstefnu og skipulags um Varmá.
Málið rætt.
Umhverfisnefnd er hlynt því að efnt verði til aukins samráðs við íbúa og aðra hagsmunaaðila um lagfæringar á bökkum og göngustígum meðfram Varmá frá upptökum til ósa. - 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Mál tekið til umræðu að ósk Úrsúlu Junemann
Afgreiðsla 184. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. desember 2017
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #184
Mál tekið til umræðu að ósk Úrsúlu Junemann
Umhverfisstjóri upplýsti að leitað hefur verið til umhverfisráðgjafa til að aðstoða bæjaryfirvöld við að skipuleggja aðgerðir til að koma í veg fyrir bakkarof og skemmdir á stíg meðfram Varmá.
- 22. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #689
Lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknastofnunar vegna fyrirhugaðra lagfæringa á stíg meðfram Varmá.
Afgreiðsla 174. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 689. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. febrúar 2017
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #174
Lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknastofnunar vegna fyrirhugaðra lagfæringa á stíg meðfram Varmá.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri kynntu umsagnir Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar og vinnu við varanlega lausn á árbakka og göngustíg meðfram Varmá. Umræður um málið.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. nóvember 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #172
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd fagnar því að gerð hafi verið áætlun um varanlegar úrbætur á göngustíg meðfram Varmá.
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #171
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Frestað
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá.
Afgreiðsla 1276. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. október 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1276
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu mála hvað varðar fyrirhugaðar endurbætur á stíg meðfram Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun. Jafnframt vísar bæjarráð málinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Ástands göngustígs meðfram Varmá tekið til umfjöllunar að ósk Úrsúlu Junemann.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Íbúahreyfingin er hugsi yfir þeim bráðabirgðalagfæringum sem gerðar hafa verið á gönguleið meðfram Varmá. Biksvartri möl hefur verið ekið í stígana og bakka árinnar, ásamt dökku grjóti sem fellur illa að ásýnd og umhverfi náttúruverndarsvæðisins. Á köflum hefur svo miklu magni af efni verið ekið í ána að farvegurinn hefur þrengst um allt að 50% sem verður til þess að strauminn verður enn harðari í næstu leysingum og áin flæðir yfir bakka sína. Bakkarof verður einnig meira en ella.
Reynslan hefur sýnt að allt hverfur þetta efni ofan í árfarveginn í vætutíð og kæfir líf í og við ána í stað þess að vernda það. Við það bætist að mölin í göngustígnum er alltof gróf, fólki skrikar þar fótur.
Ekkert samráð var haft við landeigendur við Varmá um þessar framkvæmdir en það er afar mikilvægt að það sé gert.
Það er mat Íbúahreyfingarinnar að Mosfellsbær þurfi að leita faglegrar ráðgjafar og tryggja að framkvæmdaaðilar hafi þekkingu á því að laga efnisval og framkvæmdir að umhverfinu. Það kostar peninga en eins og minnisblöð bera með sér er engu fjármagni ráðstafað í varanlegar viðgerðir á viðkvæmu umhverfi árinnar. Ár eftir ár hafa óskir þar um verið hunsaðar.
Að lokum er það er umhugsunarefni að samantekt umhverfissviðs á ástandi svæðisins skuli ekki liggja fyrir nú 7 mánuðum eftir að óskað var eftir henni í bæjarráði.Bókun D- og V-lista:
Mjög mikilvægar bráðabrigðarlagfæringar hafa verið gerðar á gönguleið meðfram Varmá nú á síðustu vikum eftir að göngustígurinn hafði farið í sundur á köflum. Hjá Mosfellsbæ er jafnframt í vinnslu verkefni er lýtur að framtíðaruppbyggingu og lagfæringu á stígnum meðfram Varmá. Það mál er í faglegri vinnslu hjá embættismönnum bæjarins og þeir hafa verið í samráði við íbúa og landeigendur á svæðinu. Meirihluti V- og D- lista ber fullt traust til þeirra starfsmanna sem að málinu hafa komið.Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #169
Ástands göngustígs meðfram Varmá tekið til umfjöllunar að ósk Úrsúlu Junemann.
Umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri kynntu þær bráðabirgðalagfæringar sem þegar hafa verið gerðar á stígnum meðfram Varmá og greindu jafnframt frá þeirri vinnu sem hafin er við varanlegar úrbætur á stígnum.
Bókun fulltrúa Íbúarhreyfingarinnar:
Varmá í Mosfellsbæ er á náttúruminjaskrá. Gönguleiðin meðfram ánni er með fallegustu leiðum í bænum og við hæfi flest allra. Hún er mikið notuð en hefur legið undir skemmdum.
Fulltrúi M- listans hvetur bæjarstjórnina til að leggja fram aukið fjármagn við næstu fjárlagaáætlun til að láta laga þennan stíg varanlega og í samráð við landeigendur. - 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Minnisblað vegna stígs meðfram Varmá lagt fram ásamt myndum.
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1237
Minnisblað vegna stígs meðfram Varmá lagt fram ásamt myndum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að vinna að heildarúttekt aðgerða vegna stígs meðfram Varmá, skilgreina hvað þarf til að viðhalda stígnum í góðu ásigkomulagi og hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar á hverjum stað fyrir sig ásamt því að vinna að drögum að kostnaðarmati.