9. júní 2016 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2015201605048
Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt í Mosfellsbæ árið 2015, ásamt áætlun um fyrirhugaða útplöntun og skipulag skógræktarsvæða fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar.
Yfirlit yfir starfsemi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar árið 2015 rætt og einnig verkefni félagsins á árinu 2016.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hvetur til þess að samstarf Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verði eflt.2. Uppbygging friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016201606034
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um uppbyggingu friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016
Nefndin lýsir ánægju sinni með verkáætlun umhverfissviðs um umbætur á friðlýstum svæðum í Mosfellsbæ árið 2016.
Nefndin telur mikilvægt að við fjárhagsáætlunargerð sé skýrar afmarkað það fjármagn sem ætlað er til uppbyggingar og viðhalds friðlýstra svæða.3. Lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu201603310
Kynning á samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lykilleiðir hjólreiða og samræmingu í merkingum.
Umhverfisnefnd fagnar þessu átaki og telur að það verði til mikilla bóta fyrir hjólreiðafólk.
- FylgiskjalLykilleiðir-Mosfellsbær_kort_drog3.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða_Leiðbeiningar-Apríl 2016.pdfFylgiskjalLitir Hjolreidaleidir Hype.pdfFylgiskjalLeiðbeiningar-Samantekt.pdfFylgiskjalLykilleiðir-Staðsetning hjólavísa-Apríl 2016.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða_Kostnaðaráætlun-Apríl 2016.pdf
4. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2016201606026
Fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 tekið til umræðu að ósk Úrsúlu Junemann
Umhverfisnefnd samþykkir að breyta reglum um umhverfisviðurkenningar á þann veg að núverandi flokkaskipting verði afnumin. Þess í stað verði veittar viðurkenningar í einum opnum flokki. Innan hans rúmast m.a. íbúagötur, húsagarðar, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar. Veittar verði að hámarki 5 viðurkenningar á sérhverju ári. Umhverfisstjóra og formanni er falið að breyta verklagsreglum í samráði við nefndarmenn.
5. Stígur meðfram Varmá.201511264
Ástands göngustígs meðfram Varmá tekið til umfjöllunar að ósk Úrsúlu Junemann.
Umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri kynntu þær bráðabirgðalagfæringar sem þegar hafa verið gerðar á stígnum meðfram Varmá og greindu jafnframt frá þeirri vinnu sem hafin er við varanlegar úrbætur á stígnum.
Bókun fulltrúa Íbúarhreyfingarinnar:
Varmá í Mosfellsbæ er á náttúruminjaskrá. Gönguleiðin meðfram ánni er með fallegustu leiðum í bænum og við hæfi flest allra. Hún er mikið notuð en hefur legið undir skemmdum.
Fulltrúi M- listans hvetur bæjarstjórnina til að leggja fram aukið fjármagn við næstu fjárlagaáætlun til að láta laga þennan stíg varanlega og í samráð við landeigendur.6. Lokaskýrsla starfshóps Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum201604063
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Lagt fram til kynningar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Bæjarráð vísaði drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ.
Örn Jónasson vék af fundi kl. 18:45 við lok 5. máls.