Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. febrúar 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Nína Rós Ísberg aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Guðrún Birna Sigmarsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 5. Yrkju­sjóð­ur - beiðni um stuðn­ing fyr­ir árið 2017201611276

    Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

    Bjarki Bjarna­son formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar kynnti for­sögu Yrkju­sjóðs og er­indi fé­lags­ins um styrkt­ar­beiðni til sveit­ar­fé­lags­ins. Um­ræð­ur um mál­ið.

    Um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um gegn tveim­ur. Um­sögn­in fylg­ir er­ind­inu.

    Bók­un full­trúa M- og S-lista:
    Full­trú­ar Íbúa­hreyf­ing­ar og Sam­fylk­ing­ar óska þess að bæj­ar­yf­ir­völd styðji Yrkju­sjóð eins og far­ið er fram á í um­sókn frá sjóðn­um.
    Á tím­um lofts­lags­breyt­inga og hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar gegna skóg­ar æ mik­il­væg­ara hlut­verki.
    Gróð­ur­rækt og sér­stak­lega skógrækt hef­ur mik­ið upp­eld­is­gildi og er mann­bæt­andi. Börn­in okk­ar þurfa að læra að um­gang­ast nátt­úr­una af virð­ingu og að leggja sitt af mörk­um til að bæta um­hverfi sitt og gróð­ur­far lands­ins.

  • 6. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2016201701282

    Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2016 til nefnda bæjarins til kynningar.

    Frestað

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30