9. febrúar 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Guðrún Birna Sigmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2016 lögð fram. Lúðvík Gústafsson verkefnastjóri Staðardagskrár 21 á íslandi kemur á fundinn og upplýsir um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun.
Lúðvík Gústafsson mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti ný heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Umræður um málið.
Umhverfisstjóri fór yfir Verkefnalista Staðardagskrár 21. Umræður um árangur verkefna ársins 2016. Umhverfisstjóra falið að óska eftir ábendingum frá nefndum bæjarins um verkefni inn á verkefnalista Staðardagskrár fyrir árið 2017. Frestur verði gefinn til að skila inn tillögum fyrir 1. mars 2017.
Gestir
- Lúðvík Gústafsson
2. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2017201701265
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2017, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.
Lögð fram starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2017.
3. Undirbúningur að gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins201612197
Borist hefur erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 14. desember 2016 varðandi gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins.
Erindið kynnt og tekið til umræðu.
- FylgiskjalUndirbúningur að gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins.pdfFylgiskjalFyrsta landsskýrsla Íslands um innleiðingu Árósarsamningsins.pdfFylgiskjalÁbendig - athugasemdir frá Landvernd.pdfFylgiskjalDrög að 2. skýrslu Íslands um stöðu innleiðingar Árósasamningsins, þar sem fram koma þær breytingar sem orðið hafa frá 1. landsskýrslu 2014.pdf
4. Stígur meðfram Varmá.201511264
Lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknastofnunar vegna fyrirhugaðra lagfæringa á stíg meðfram Varmá.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri kynntu umsagnir Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar og vinnu við varanlega lausn á árbakka og göngustíg meðfram Varmá. Umræður um málið.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning fyrir árið 2017201611276
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar kynnti forsögu Yrkjusjóðs og erindi félagsins um styrktarbeiðni til sveitarfélagsins. Umræður um málið.
Umsögn umhverfisnefndar samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Umsögnin fylgir erindinu.
Bókun fulltrúa M- og S-lista:
Fulltrúar Íbúahreyfingar og Samfylkingar óska þess að bæjaryfirvöld styðji Yrkjusjóð eins og farið er fram á í umsókn frá sjóðnum.
Á tímum loftslagsbreytinga og hnattrænnar hlýnunar gegna skógar æ mikilvægara hlutverki.
Gróðurrækt og sérstaklega skógrækt hefur mikið uppeldisgildi og er mannbætandi. Börnin okkar þurfa að læra að umgangast náttúruna af virðingu og að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi sitt og gróðurfar landsins.6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2016201701282
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2016 til nefnda bæjarins til kynningar.
Frestað