20. maí 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ. Hönnun er unnin af Landmótun.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með deiliskipulag Ævintýragarðs.2. Skálafellslína - plæging háspennustrengja í Mosfellsdal202105047
Lögð fram erindi Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu háspennustrengja í jörð í Mosfellsdal og Varmárdal. Framkvæmdirnar þvera Köldukvísl sem innan hverfisverndar og því þarf umfjöllun í umhverfisnefnd.
Nefndin gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmd innan hverfisverndar en áréttar að fylgt verði reglum Mosfellsbæjar um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum.
3. Friðlýsing Blikastaðakróar202105156
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um mögulega friðlýsingu Blikastaðakróar innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir því að skoða mögulega friðlýsingarkosti við Blikastaðakró og Leiruvog. Nefndin telur ráðlegt að bíða eftir áframhaldandi vinnu samráðshóps um málið og óskar jafnframt eftir umsögn umhverfissviðs um málið.
4. Stígur meðfram Varmá201511264
Lagt er fram minnisblað Alta vegna vinnu við endurbætur á stíg meðfram Varmá. Áætlun tilgreinir næstu skref og hugsanlegan kostnað lagfæringa og uppbyggingar.
Málið kynnt. Umhverfisnefnd er jákvæð gagnvart tillögum Alta.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar202105095
Lagt fram erindi Skógræktarinnar um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031. Óskað er eftir umsögn Mosfellsbæjar
Lagt fram til kynningar
6. Kynning á drögum að landgræðsluáætlun 2021-2031202105130
Lagt fram erindi Landgræðslunnar um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031. Óskað er eftir umsögn Mosfellsbæjar
Lagt fram til kynningar