24. október 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stígur meðfram Varmá.201511264
Kynnt tillaga að fyrirkomulagi við vinnu að umhverfisskipulagi við Varmá vegna endurtekins bakkarofs og tillaga að samráði með landeigendum sem aðkomu eiga að málinu.
Umhverfisstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi vinnu við umhverfisskipulag meðfram Varmá ásamt fyrirhuguðu samráðsferli við landeigendur. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að málið verði leyst í samræmi við samþykkta umhverfisstefnu. Upplýst verði um stöðu verkefnisins á næsta fundi umhverfisnefndar.
2. Loftgæðamælingar í Mosfellsbæ201910193
Lagt fram minnisblað frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi og ráðgjafa með tillögu um fyrirkomulag loftgæðamælinga í Mosfellsbæ. Einar Sveinbjörnsson mætir á fundinn og kynnir málið.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur mætti til fundarins og gerði grein fyrir möguleikum á uppsetningu loftgæðamælistöðvar í Mosfellsbæ ásamt heppilegri staðsetningu. Umhverfisnefnd leggur til að hefin verði vinna við undirbúning á uppsetningu loftgæðamælistöðvar í Mosfellsbæ í samræmi við umhverfisstefnu.
Gestir
- Einar Sveinbjörnsson
3. Sorphirða Skálahlíð 112019081087
Lagt fram erindi Skálatúns 11 varðandi fyrirkomulag sorphirðu við stofnunina
Umhverfisstjóri gerði grein fyrir erindi til umhverfisnefndar frá Skálatúni varðandi ósk um sorphirðu.
Umhverfisnefnd óskar eftir minnisblaði um málið frá lögmanni bæjarins.4. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2019201910250
Lagðar fram upplýsingar Umhverfisstofnunar um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar
Umhverfisstjóri kynnti fyrirhugaðan fund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar þann 14. nóvember 2019 á Egilsstöðum.
5. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Yfirfarin útgáfugögn umhverfisstefnu Mosfellsbæjar lögð fram til staðfestingar og útgáfu.
Umhverfisnefnd leggur til að umhverfisstefna Mosfellsbæjar verði gefin út og kynnt með formlegum hætti.
6. Nýtt leiðarnet fyrir Strætó bs.201909103
Kynning á nýju leiðarneti fyrir Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar Strætó bs. mæta á fundinn og kynna málið.
Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó bs. mættu á fund umhverfisnefndar og gerðu grein fyrir vinnu við nýtt leiðarnet Strætó.
Gestir
- Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Álafossvegur 21 - bygging á vegg við Varmá201910100
Lagt fram erindi frá Aleksöndru Hladum dags. 7. október 2019 varðandi uppsetningu á vegg/girðingu við Álafossveg 21/Varmá. Málinu vísað til umsagnar umhverfisnefndar á 498. fundi skipulagsnefndar þann 11.október 2019.
Umbeðin umsögn umhverfisnefndar til skipulagsnefndar fylgir erindinu.
- FylgiskjalFW: Vegg/girðing við ánna Álafossvegg 21.pdfFylgiskjalreceived_740389026389562.pdfFylgiskjalreceived_2365849876965443.pdfFylgiskjalreceived_490329405143697.pdfFylgiskjal20191007_104558.pdfFylgiskjalreceived_483630378890966.pdfFylgiskjalreceived_395351651384506.pdfFylgiskjalAlafosskvos_mynd_veggur.pdf