26. október 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) 1. varabæjarfulltrúi
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður í nefnd
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með níu atkvæðum að taka mál um kosningu í kjördeildir á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kosning í kjördeildir201304071
Kosning í kjördeildir vegna komandi kosninga til Alþingis.
Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á kjördeildum í Mosfellsbæ:
Kjördeild 3
Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir, D-lista, verði aðalmaður í stað Ásdísar Magneu Erlendsdóttur.
Sólborg Alda Pétursdóttir, S-lista, verði aðalmaður í stað Kristrúnar Höllu Gylfadóttur.
Guttormur Þorláksson, V-listi, verði varamaður í stað Daníels Ægis Kristjánssonar.Kjördeild 4
Valgeir Steinn Runólfsson, S-lista, verði varamaður í stað Ernu Bjargar Baldursdóttur.
Hreiðar Ingi Eðvarðsson, D-lista, verði aðalmaður í stað Stefáns Óla Jónssonar.Kjördeild 5
Ásthildur S. Haraldsdóttir, D-lista, verði aðalmaður í stað Guðrúnar Ernu Hafsteinsdóttur.
Inga Rut Ólafsdóttir, V-lista, verði aðalmaður í stað Guðjóns Sigþórs Jenssonar.Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast ofangreindar breytingar því samþykktar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1277201610008F
Fundargerð 1277. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 681. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Umsókn um stækkun lóðar, Hlaðgerðarkot 124721 201606028
Umsókn um lóðarstækkun á landi Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1277. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Stórikriki - Síðari dómsmál vegna Krikaskóla. 201610036
Kröfur vegna breytingar á Krikaskóla kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1277. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Uglugata 2-22, óveruleg breyting í deiliskipulagi 2016081169
Skipulagsnefnd vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna breytingar á deiliskipulagi sem felur í sér eina viðbótaríbúð til bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1277. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Helgafellsskóli 201503558
Verkefnishandbók Helgafellsskóla lögð fram til kynningar ásamt ósk um heimild til útboðs við jarðvegsframkvæmdir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1277. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Lögð fram drög að áætlun um eignfærðar framkvæmdir ásamt gatnagerðarframkvæmdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1277. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1278201610019F
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar þá ósk sína að bæjarstjóri kalli tölvusérfræðing á fund bæjarráðs vegna óviðundandi leitarskilyrða á fundargátt Mosfellsbæjar en aðgengi að gögnum er þar með þeim hætti að ekki er fjarri lagi að álykta að nefndir og ráð Mosfellsbæjar séu óstarfhæfar. Sem dæmi má nefna að það er undir hælinn lagt hvort fundargerðir birtist í fundarleit þegar slegið er inn heiti máls, engin fylgigögn birtast með fundargerðum bæjarstjórnar á opnum vef o.s.frv. Þetta ástand hefur núþegar varað of lengi og tími kominn til aðgerða.Fundargerð 1278. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 681. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Stórikriki - Síðari dómsmál vegna Krikaskóla. 201610036
Kröfur vegna breytingar á Krikaskóla kynntar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1278. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Stofnun Ungmennahúss 201512070
Minnisblað um stofnun ungmennahús lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1278. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Kynnt staða vinnu við fjárhagsáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1278. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 422201610012F
Fundargerð 422. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 681. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Sölkugata 6, breyting á deiliskipulagi 201610012
Borist hefur erindi frá Pétri Kjartani Krisinssyni dags. 3. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Sölkugata 6.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalVarðandi Sölkugötu 6.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D a.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D b.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D c.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 grunnmynd...pdf
4.2. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sölkugata 1-5 201607043
Á 420.fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur embættismönnum að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ. 201502411
Á 396. fundi skipulagsnefndar 15. september 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að vinna að skilgreiningu á grænu skipulagi í Mosfellsbæ."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Norðlingaholt-Elliðabraut - drög til kynningar 201610029
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 4. október 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Deiliskipulag Hrafnhólum Kjalarnesi 201610060
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 6. okt. 2016 varðandi gerð deiliskipulags fyrir hluta jarðarinnar Hrafnhólar á Kjalarnesi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum 201609031
Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd."
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að ekki sé nægileg grein gerð fyrir því hvernig tryggja skuli vernd friðlandsins við Varmárósa í tengslum við lagningu reiðstígs á mörkum þess til að hægt sé að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi.
Þær fyrirætlanir sem nú eru uppi um lagningu reiðstígs ofaná skurðinum, sem skilur að friðlandið og Varmárbakkana, opna friðlandið fyrir umferð og stofna því í hættu.
Bakkinn og skurðurinn sem liggur fyrir neðan hann á mörkum friðlandsins hefur hingað til haldið umferð um friðlandið í skefjum. Þær varnir verða að engu ef umferð er beint niður fyrir bakkann.
Saga framkvæmda á bökkum Varmár kennir okkur líka að þörf er á sérstökum leiðbeiningum um umgengni á náttúruverndarsvæðum fyrir framkvæmdaaðila. Þær fylgja ekki gögnunum sem eiga að liggja veitingu leyfisins til grundvallar og heldur ekki myndræn útfærsla fagaðila að girðingu meðfram stígnum. Fyrirheitin ein nægja ekki. Þetta mál er að mati Íbúahreyfingarinnar ekki komið á það stig að bæjarstjórn geti tekið ákvörðun um að leyfa framkvæmdir og samþykkir því ekki afgreiðslu erindisins.Bæjarfulltrúar D- og V-lista bóka eftirfarandi:
Við teljum að þeir fyrirvarar sem settir verða í framkvæmdaleyfi fyrir lagningu reiðstígs meðfram friðlandinu við Varmárósa muni tryggja fyllilega vernd friðlandsins. Sett verður ræsi í skurð sem verður fylltur og girðing sett upp til að afmarka reiðstíginn og friðlandið. Við bendum einnig á að fulltrúar M-lista í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd gerðu ekki athugasemdir um framkvæmdaleyfið þegar málið var til umræðu í þessum nefndum.Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
4.7. Sunnuhlíð 2/Umsókn um byggingarleyfi 201608074
Á 418. fundi skipulagsnefdar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Reykjahvoll 12, breyting á deiliskipulagi 201610100
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. lóðareiganda Reykjahvols 12 dags. 10. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Reykjahvoll 12.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Lækjartún 1, fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóðinni við Lækjartún 1 2016081959
Á 419. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Tengivirki Landsnets á Sandskeiði - ósk um gerð deiliskipulags 201610030
Borist hefur erindi frá Landsneti ehf. dags. 3. okt. 2016 varðandi gerð deiliskipulags fyrir tengivirki Landnets á Sandskeiði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Hraðastaðir 1, fyrirspurn um byggingu tveggja húsa 201602044
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 27.maí til 8. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust. Tillaga var send Skipulagsstofnun sem óskaði eftir að umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis og Minnjastofnun Íslands.
Niðurstaða þessa fundar:
Bjarki Bjarnason víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
4.12. Uglugata 70/Umsókn um byggingarleyfi 201609063
Arna Þrándardóttir Sölkugötu 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð aukaíbúð 71,9 m2, geymsla og hobbyrými 44,7 m2, íbúð efri hæð 201,1 m2, bílgeymsla 61,6 m2, 1292,3 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 294 201610009F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 171201610007F
Fundargerð 171. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 681. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum 201609031
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélgsins Harðar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum. Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd.'
Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Sólheimakot og Gudduós - lagfæringar á vegi. 201609257
Erindi frá Eskimos Iceland varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot og heimild til aksturs malarslóða til að tengjast línuvegi.
Á 421. fundi skipulagsnefndar var erindinu vísað til afgreiðslu umhverfisnefndar.
Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2016 201610048
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2016 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Ástandsskýrsla fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2016 201610046
Lögð fram drög að ástandsskýrslum fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2016, sem sveitarfélaginu ber að skila til Umhverfisstofnun árlega.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Evrópsk samgönguvika 2016 201609166
Dagskrá Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 16.-22.september 2016 lögð fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Uppbygging friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016 201606034
Erindi um uppbyggingu friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016 tekið fyrir að ósk Úrsúlu Junemann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Fræðsluefni til íbúa vegna ofanvatns 201505017
Erindi varðandi upplýsingarit til íbúa um vatnsvernd tekið fyrir að ósk Úrsúlu Junemann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Skógrækt og útivistarsvæði í Mosfellsbæ 201604270
Bæjarráð vísaði minnisblaði umhverfisstjóra til umhverfisnefndar á 1266. fundi 7. júlí sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Stígur meðfram Varmá. 201511264
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 35201610017F
Fundargerð 35. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 681. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins 201007027
Kynning á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og Samþykkt fyrir ungmennaráð Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 35. fundar ungmennaráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Stofnun Ungmennahúss 201512070
hugmyndir um stofnun ungmennahús ræddar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 35. fundar ungmennaráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Opinn fundur ungmennaráðs 201610145
rætt verður um tímasetningu og fyrirkomulag opins fundar Ungmennaráðs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 35. fundar ungmennaráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 294201610009F
Fundargerð 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Desjamýri 1/Umsókn um byggingarleyfi 201609378
Mótandi Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi fyrir efnis- og einangrunarbreytingum í iðnaðarhúsnæði að Desjamýri 1 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Laxatunga 41/Umsókn um byggingarleyfi 201609400
Herdís Sigurðardóttir Súluhöfða 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Laxatungu 41 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Laxatunga 82-88/Umsókn um byggingarleyfi 201609370
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðunum nr. 82, 84, 86 og 88 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. Nr. 82 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.
Nr. 84 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.
Nr. 86 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.
Nr. 88 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Leirvogstunga 41/Umsókn um byggingarleyfi 201609446
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 37 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 174,6 m2, 745,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.5. Reykjadalur 2 / Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs 201605057
Reykjadalur ehf. Þverárseli 22 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa og endubyggja úr timbri einbýlishús að Reykjadal 2 lnr. 123745 í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð húss sem verður rifið er 189,0 m2 542,9 m3.
Nýtt íbúðarhús. 1. hæð 213,6 m2, 2. hæð 42,9 m2, 1294,5 m3.
Fyrir liggur skriflegt samþykki veðhafa vegna niðurrifs hússins.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.6. Skuggabakki 2/Umsókn um byggingarleyfi 201609263
Kristín Norland Safamýri 43 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja turn úr timbri í einingu 01.01 að Skuggabakka 2 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð efri hæðar 27,0 m2.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.7. Uglugata 70/Umsókn um byggingarleyfi 201609063
Arna Þrándardóttir Sölkugötu 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð aukaíbúð 71,9 m2, geymsla og hobbyrými 44,7 m2, íbúð efri hæð 201,1 m2, bílgeymsla 61,6 m2, 1292,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.8. Vefarastræti 24-30/Umsókn um byggingarleyfi 201609343
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útlits - og innri fyrirkomulagsbreytingum á matshlutum 01 og 02 að Vefarastræti 24-30 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir mannvirkja breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.9. Vogatunga 95-97/Umsókn um byggingarleyfi 201609281
BH bygg ehf. Hrauntungu 18 Hveragerði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 95 og 97 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 95, íbúð 130,0 m2, bílgeymsla 23,1 m2, 699,5 m3.
Nr. 97, íbúð 130,0 m2, bílgeymsla 23,1 m2, 699,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.10. Vefarastræti 40-44/Umsókn um byggingarleyfi 201607083
LL06 ehf Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 32 íbúða fjöleignahús með geymslu og bílakjallara á lóðinni nr. 40-44 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Geymslur/ bílakjallari 908,8 m2, 1. hæð 1057,2 m2, 2. hæð 1057,2 m2, 3. hæð 1057,2 m2, 12.170,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
7.11. Þormóðsst.land/Umsókn um byggingarleyfi 201610079
Margrét Pála Ólafsdóttir Þrastarhöfða 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólpall í samræmi við framlögð gögn. Undir palli myndast opið geymslurými.
Á fundi skipulagsnefndar þann 23.08.2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn enda verði rými undir sólpalli ekki lokað".Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 294. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 681. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 367. fundar Sorpu bs201610151
Fundargerð 366. fundar Sorpu bs
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð 367. sjtórnarfundar SORPU bs.pdfFylgiskjalFundargerð 367 stjórnarfundar.pdfFylgiskjalFylgigögn með fundargerð.pdfFylgiskjal29_15_Judgment__IS.pdfFylgiskjal647 2016.pdfFylgiskjalm20161011_framlenging_HJ_undirritad.pdfFylgiskjalReykjavíkurborg breyting á varamanni í stjórn.pdfFylgiskjalRýni stjórnenda - kynning fyrir stjórn.pdfFylgiskjalSiðareglur stjórnar 14.10.2016.pdfFylgiskjalAaetlun_2017_2021_sveitarf.pdfFylgiskjalRE: Rekstraráætlun 2017-2021.pdf
9. Fundargerð 252. fundar Strætó bs201610169
Fundargerð 252. fundar Strætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalStrætó - fundargerð stjórnar nr. 252 - 7. okt 2016.pdfFylgiskjal2016-10-04-Borgarlínan-í kjölfar kynnisferðar.pdfFylgiskjalFerðavenjur Vetrarkönnun 2016.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur 252 7 okt 2016.pdfFylgiskjalMælaborð janúar - október 2016.pdfFylgiskjalStrætó umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs.pdfFylgiskjalStrætó umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.pdf
10. Fundargerð 251. fundar Strætó bs201610175
Fundargerð 251. fundar Strætó bs
Lagt fram.
11. Fundargerð 27. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis201610194
Fundargerð 27. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð heilbrigðisnefndar.pdfFylgiskjal27_2016_10_18_fundargerd.pdfFylgiskjalBréf MG lögmanna_hanamál.pdfFylgiskjalFjarhagsaetlun heilbr 2017_18_okt.pdfFylgiskjalGæludýr í strætó_verkefnishandbók,.pdfFylgiskjalSaurmengað neysluvatn MAST.pdfFylgiskjalTilkynning um fyrirhugaða úttekt.pdf