26. nóvember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um geðheilbrigðismál201511169
Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga201511152
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Lagt fram.
3. Gjaldskrá SHS201511234
Gjaldskrá SHS lögð fram til samþykktar.
Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er samþykkt með þremur atkvæðum.
4. Klapparhlíð 1-skemmdir vegna óveðurs201511173
Ósk um framgang í bæjarstjórn vegna flóðs í bílakjallara.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla201511211
Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og umhverfissviðs.
6. Erindi frá eigendum Álafossvegar 20201511232
Erindi frá eigendum Álafossvegar 20 lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
7. Stígur meðfram Varmá.201511264
Minnisblað vegna stígs meðfram Varmá lagt fram ásamt myndum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að vinna að heildarúttekt aðgerða vegna stígs meðfram Varmá, skilgreina hvað þarf til að viðhalda stígnum í góðu ásigkomulagi og hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar á hverjum stað fyrir sig ásamt því að vinna að drögum að kostnaðarmati.
8. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um framkvæmdir við Baugshlíð201511270
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að erindi þetta verði tekið á dagskrá fundarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
9. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019.201507096
Ræddar verða breytingar á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2. umræðu vegna nýrrar þjóðhagsspár.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Kynntar tillögur á breytingu á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar milli umræðna.
Breytingatillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær bjóði framvegis upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Niðurstöður rannsókna á vegum Velferðarráðuneytisins sýna að mjög hallar á konur í íslensku samfélagi. Besta leiðin til að taka á því er að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir.
Íbúahreyfingin telur brýnt að hefja jafnréttiskennslu strax á fyrstu árum grunnskóla og leggur til að fræðslusviði, í samstarfi við fjölskyldusvið sem fer með málaflokkinn, verði falið að leggja drög að því verkefni.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til seinni umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.