Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. nóvember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður S. Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Al­þing­is varð­andi til­lögu til þings­álykt­un­ar um geð­heil­brigð­is­mál201511169

    Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

  • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga201511152

    Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

    Lagt fram.

  • 3. Gjaldskrá SHS201511234

    Gjaldskrá SHS lögð fram til samþykktar.

    Gjaldskrá Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

  • 4. Klapp­ar­hlíð 1-skemmd­ir vegna óveð­urs201511173

    Ósk um framgang í bæjarstjórn vegna flóðs í bílakjallara.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 5. Er­indi frá um­hverf­is­nefnd Varmár­skóla201511211

    Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og um­hverf­is­sviðs.

  • 6. Er­indi frá eig­end­um Ála­foss­veg­ar 20201511232

    Erindi frá eigendum Álafossvegar 20 lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 7. Stíg­ur með­fram Varmá.201511264

    Minnisblað vegna stígs meðfram Varmá lagt fram ásamt myndum.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að vinna að heild­ar­út­tekt að­gerða vegna stígs með­fram Varmá, skil­greina hvað þarf til að við­halda stígn­um í góðu ásig­komu­lagi og hvaða að­gerð­ir eru nauð­syn­leg­ar á hverj­um stað fyr­ir sig ásamt því að vinna að drög­um að kostn­að­ar­mati.

  • 8. Er­indi Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur um fram­kvæmd­ir við Baugs­hlíð201511270

    Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að erindi þetta verði tekið á dagskrá fundarins.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 9. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019.201507096

    Ræddar verða breytingar á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2. umræðu vegna nýrrar þjóðhagsspár.

    Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Kynnt­ar til­lög­ur á breyt­ingu á fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar milli um­ræðna.

    Breyt­inga­til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær bjóði fram­veg­is upp á jafn­rétt­is­fræðslu í efri deild­um í öll­um grunn­skól­um sveit­ar­fé­lags­ins. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna á veg­um Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sýna að mjög hall­ar á kon­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Besta leið­in til að taka á því er að hefja fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir.
    Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að hefja jafn­réttis­kennslu strax á fyrstu árum grunn­skóla og legg­ur til að fræðslu­sviði, í sam­starfi við fjöl­skyldu­svið sem fer með mála­flokk­inn, verði fal­ið að leggja drög að því verk­efni.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.