8. maí 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðufljót 9 - stækkun húss202004201
Borist hefur erindi frá Emil Þór Guðmundssyni, f.h. lóðarhafa Bugðufljóts 9, með ósk um óverulega breytingu skipulags vegna stækkunar húss. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd heimilar óveruleg frávik skipulags vegna nýtingarhlutfalls skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Fossatunga 17-19 - breyting á deiliskipulagi202001154
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Kristni Ragnarssyni KR-Ark, f.h. lóðarhafa, fyrir Fossatungu 17-19. Erindi dags. 23.03.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan hljóti málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Skák, sumarhús í landi Hraðastaða - umsókn um byggingarleyfi202003061
Borist hefur erindi frá, Guðmundi Þór Gunnarssyni, um umsókn vegna stækkunar á sumarhúsi í landi Hraðastaða L123664, í samræmi við framlögð gögn. Erindinu var vísað til afgreiðslu nefndarinnar á 396. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
4. Súluhöfði 53 - fyrirspurn202004106
Borist hefur erindi dagsett 06.04.2020 frá Trípólí arkitektun, f.h. lóðarhafa, með fyrirspurn um byggingarskilmála í Súluhöfða. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Heimilt er að byggja hús með flötu þaki skv. skipulagi. Skipulagsnefnd heimilar að veita byggingarleyfi fyrir hús með reistum þakgluggum í samræmi við teikningar, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Súluhöfði 34 - fyrirspurn202004107
Borist hefur erindi frá Guðbirni Guðmundssyni, fh. lóðarhafa, vegna skilmálabreytinga fyrir lóðina að Súluhöfða 34. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu vegna skilmála skipulagsins um að allir hlutar húsa skulu standa innan byggingarreits eins og hann er sýndur á mæliblaði.
6. Leirvogstunga 7 - ósk um stækkun lóðar202003443
Stefán Þór Finnsson óskar eftir stækkun lóðar í Leirvogstungu 7. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin skal taka mið af tillögum deiliskipulagshöfunda um stækkanir lóða.
7. Laxatunga 27 - ósk um stækkun lóðar202004108
Borist hefur erindi frá Þórunni Vilmarsdóttur og Sigurpáli Torfasyni, dags. 7. apríl 2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 27. Málinu var vísað til skipulagsnefndar á 1439. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd getur ekki heimilað umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem hugmyndir samræmast ekki tillögum deiliskipulagshöfunda um stækkanir lóða.
8. Laxatunga 72, 74 og 102 - frágangur á lóðarmörkum201907217
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 16.07.2019. Erindið var síðast tekið fyrir á 492. fundi skipulagsnefndar. Nefndin vísaði til bókunar um yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi. Þeirri vinnu er nú lokið. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til frekari úrvinnslu á umhverfissviði vegna vinnu við heildarendurskoðun stíga í hverfinu þar sem að hugmyndir umsækjanda samræmast ekki tillögum deiliskipulagshöfunda.
9. Laxatunga 102-106 - frágangur á lóðarmörkum201907026
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 27.06.2018. Erindið var síðast tekið fyrir á 501. fundi skipulagsnefndar. Nefndin bókaði "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi." Þeirri vinnu er nú lokið. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til frekari úrvinnslu á umhverfissviði vegna vinnu við heildarendurskoðun stíga í hverfinu þar sem að hugmyndir umsækjanda samræmast ekki tillögum deiliskipulagshöfunda.
10. Þokkabakki 2 - byggingarskilmálar202004187
Borist hefur erindi frá Svölu Ágústsdóttur, f.h. eiganda að Þokkabakka 2, með ósk um óverulega breytingu á byggingarskilmálum skipulags. Erindi dags. 26.01.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd heimilar að veita byggingarleyfi, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Desjamýri 10 - ósk um stækkun lóðar201911298
Borist hefur erindi frá lóðarhafa Desjamýri 10, þar sem óskað er eftir lóðarstækkun. Erindið var fyrir bæjarráði 28.11.2019 og var því vísað til skipulagsfulltrúa til umsagnar. Ítrekun barst frá lóðarhafa 25.03.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd synjar erindinu sökum þess að hugmyndir lóðarhafa ganga of nærri framtíðarlegu Skarhólabrautar.
12. Helgadalsvegur 60 - aðalskipulag202004229
Borist hefur erindi, dags. 25.03.2020, frá Jens Páli Hafsteinssyni vegna endurskoðunar aðalskipulags. Óskað er eftir að breyta landi L229080 úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Málinu var frestað vegan tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.
13. Prufuholur vegna lagfæringa á fráveitulögnum við Varmá202004262
Lagt fram erindi Mannvits um leyfi til að taka prufuholur innan hverfisverndar Varmár vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við umræddar prufuholur innan hverfisverndarsvæðis Varmár.
14. Samgöngustígur og varmárræsi - Ævintýragarður - Nýframkvæmdir201810370
Lög er fram ósk um framkvæmdaleyfi í samræmi við tillögu að hönnun um legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Skipulagsnefnd er samþykk útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir uppbyggingu stíga á svæðinu á grunni aðalskipulags skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppbygging er í samræmi við skipulagsáætlanir og hugmyndir hönnuða Ævintýragarðsins. Skipulagsnefnd leggur áherslu á áframhaldandi vinnu við hönnun garðsins.
15. Skemmd á göngustíg við Varmá hjá Eyrarhvammi202004372
Borist hefur erindi frá umhverfisstjóra um skemmdir á göngustíg meðfram Varmá við Eyrarhvamm. Óskað er eftir heimild skipulagsnefndar vegna hverfisverndar fyrir úrbótum á svæðinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdaheimild fyrir verkinu innan hverfisverndar.
16. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir vegna auglýstrar tillögu að deiliskipulagsbreytingu hesthúsasvæðis við Varmárbakka. Umsagnarfrestur var til 10. apríl sl. Umsögn barst frá Umhverfisstofnun, dags. 18. mars. 2020 Aðrar athugasemdir íbúa bárust 6. mars, 30. mars, 6. apríl, 8. apríl, 9. apríl og 10. apríl.
Frestað vegna tímaskorts
- FylgiskjalUmsögn Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalAthugasemdir - nafnalisti.pdfFylgiskjalAthugasemd 6. mars.pdfFylgiskjalAthugasemd 30. mars.pdfFylgiskjalUndirskriftarlisti 6. apríl - Nr.1.pdfFylgiskjalUndirskriftarlisti 6. apríl - Nr.2.pdfFylgiskjalAthugasemd 8. apríl.pdfFylgiskjalAthugasemd 9. apríl.pdfFylgiskjalAthugasemd 10. apríl.pdfFylgiskjalAthugasemd 10. apríl - Framhlið.pdfFylgiskjalAthugasemd 10. apríl - Bakhlið.pdf
17. Flugubakki 4F - stækkun hesthúss202003222
Borist hefur erindi frá Hólmfríði Halldórsdóttur, f.h. eiganda að Flugubakka 4F, dags. 11.03.2020, með ósk um stækkun á hesthúsi.
Frestað vegna tímaskorts
18. Lundur í Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi201908422
Lögð eru fram svör við athugasemdum sem bárust vegna auglýstrar tillögu. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.
Frestað vegna tímaskorts
19. Bílastæði við Mosfellskirkju - framkvæmdaleyfi202004307
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. sóknarnefndar Lágafellskirkju, dags. 12.04.2020. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna yfirborðsfrágangs á bílastæðum austan kirkjunnar.
Frestað vegna tímaskorts
20. Gróðurstöðvar Skeggjastöðum202003407
Borist hefur erindi frá Einari Gunnarssyni, f.h. Grænna Skóga ehf., dags. 24.04.2020, með ósk um heimild til að taka prufuholur vegna uppbyggingar á Skeggjastöðum L123764.
Frestað vegna tímaskorts
21. Laxnes 2 - nafnabreyting202004296
Borist hefur erindi frá Þórarni Jónssyni, dags. 24.04.2020, um nafnabreytingu á Laxnesi 2 L203324.
Frestað vegna tímaskorts
22. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Borist hefur útskrift úr gerðarbók skipulags- og samönguráðs Reykjavíkurborgar, dags. 15.04.2020. Skipulagsráð samþykkti 01.04.2020 aðalskipulagsbreytingu á Álfsnesi skv. 1. og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Frestað vegna tímaskorts
23. Leirutanga 10 - kæra vegna útgáfu byggingaleyfis201902406
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Endurupptaka er á grundvelli nýrra gagna.
Frestað vegna tímaskorts
24. Stígur meðfram Varmá201511264
Starfsmenn Alta, Halldóra Hrólfsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir, kynna umhverfisskipulag og hugmyndir um þróun gönguleiðar meðfram Varmá. Kynning hefst klukkan 8:40.
Kynning, umræður um málið. Skipulagsnefnd felur umhverfissviði áframhaldandi vinnu við verkefnið.
Fundargerðir til kynningar
25. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 37202004031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
25.1. Reykjahvoll 5 og 7 (Efri-Reykir) - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201911088
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 4. mars til og með 24. apríl 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur í þjónustuveri.
Engar athugasemdir bárust.25.2. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi 201909399
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 10. mars til og með 24. apríl 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur í þjónustuveri.
Engar athugasemdir bárust.25.3. Leiksvæði Snæfríðargötu 202001377
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 10. mars til og með 24. apríl 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur í þjónustuveri.
Engar athugasemdir bárust.