17. september 2020 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stígur meðfram Varmá201511264
Lögð fram lokadrög að umhverfisskipulagi Varmár og verkefnistillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal, sem hluta að varanlegum úrbótum á göngustígum og bakkarofi í Varmá. Skipulagsfulltrúi kemur á fundinn.
Lögð fram lokadrög að umhverfisskipulagi Varmár og verkefnistillöga fyrir breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal, sem hluti að varanlegum úrbótum á göngustígum og bakkarofi í Varmá.
Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd samþykkir drögin og gerir ekki athugasemdir.Gestir
- Kristinn Pálsson
2. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum202002125
Lögð fram tillaga að áformum um stækkun friðlands við Varmárósa og innkomnar athugasemdir eftir fyrra auglýsingaferli.
Tillaga að áformum um stækkun friðlands við Varmárósa lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.- FylgiskjalNÍ mat á verndargildi.pdfFylgiskjalNáttúrufræðistofnun.pdfFylgiskjalLandgræðslan.pdfFylgiskjalHafrannsóknarstofnun.pdfFylgiskjalUmsögn_Landverndar_Varmárósar_LOKA_6ágúst2020.pdfFylgiskjalUrsula Juneman.pdfFylgiskjal2020_Varmasosar_b.pdfFylgiskjalAuglýsing_Varmárósar_tillaga.pdfFylgiskjalFundargerð_2 fundur_1sept20.pdfFylgiskjalGreinargerð Varmárósar eftir áform.pdfFylgiskjalHafrannsóknarstofnun.pdfFylgiskjalLandgræðslan.pdfFylgiskjalNáttúrufræðistofnun.pdfFylgiskjalNÍ mat á verndargildi.pdfFylgiskjalUmsögn_Landverndar_Varmárósar_LOKA_6ágúst2020.pdfFylgiskjalUrsula Juneman.pdf
3. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ201912163
Lögð fram lokagögn stjórnunar- og verndaráætlana fyrir Álafoss og Tungufoss, ásamt aðgerðaráætlunum og greinargerðum við innsendar athugasemdir.
Lokagögn stjórnunar- og verndaráætlana fyrir Álafoss og Tungufoss lagðar fram.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar áætlanir.- FylgiskjalAðgerðaáætlun Tungufoss.pdfFylgiskjalAðgerðaráætlun Álafoss.pdfFylgiskjalGreinargerð - athugasemdir á kynningartíma_Álafoss.pdfFylgiskjalGreinargerð - athugasemdir á kynningartíma_Tungufoss.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Álafoss DRÖG.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Tungufoss DRÖG.pdf
4. Samgönguvika í Mosfellsbæ 2020202009190
Hugmyndir að dagskrá fyrir Samgönguviku í Mosfellsbæ 2020 lagðar fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
5. Starfsleyfistillaga fyrir gas- og jarðgerðarstöðu SORPU bs. í auglýsingu202009206
Erindi Umhverfisstofnunar um auglýsingu á starfsleyfi fyrir gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs. í Álfnesi. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 2. október 2020.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
Bókun L-lista:
Nefndarmaður Vina Mosfellsbæjar gerir athugasemd við það að í tillögu að starfsleyfi fyrir gas- og jarðgerðarstöð SORPU sé gert ráð fyrir móttöku á allt að 10.000 tonnum á ári af " fljótandi lfrænum heimilisúrgangi" án frekari skýringa. Í greinagerð með umsókninni er reyndar vísað í sama magn sem "fljótandi úrgang frá matvælaiðnaði". Ekki er því ljóst um hvað er verið að tala né hvort það samræmist eigendasamkomulagi sveitarfélaganna.6. Starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2020202009200
Lögð fram tillaga að starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar fyrir vetur 2020-2021
Starfsáætlun lögð fram.