4. október 2018 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stígur meðfram Varmá201511264
Farið yfir verkefnistillögu um mótun framtíðarstefnu og skipulags til að vernda bakka og lífríki Varmár og uppbyggingu göngustígs meðfram ánni.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir ráðgjafi frá Alta kom á fundinn og fór yfir drög að verkefnatillögu um mótun framtíðarstefnu og skipulags um Varmá.
Málið rætt.
Umhverfisnefnd er hlynt því að efnt verði til aukins samráðs við íbúa og aðra hagsmunaaðila um lagfæringar á bökkum og göngustígum meðfram Varmá frá upptökum til ósa.2. Starfsáætlun umhverfisnefndar 2018-2019201809278
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar 2018-2019
Lögð fram drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir 2018-2019.
Starfsáætlun umhverfisnefndar staðfest samhljóða.3. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Áframhaldandi vinna við endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd tekur við málinu og vinnur að endurbættum drögum að nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ.
Nefndarmenn senda tillögur að úrbótum og athugsemdir á umhverfisstjóra fyrir næsta fund nefndarinnar.4. Viðhald og endurnýjun fræðsluskilta í Mosfellsbæ201809335
Umræða um hugmyndir um almennt viðhald og endurnýjun fræðsluskilta í Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að gera almenna úttekt á fjölda og ástandi núverandi fræðsluskilta í Mosfellsbæ með það að markmiði að fá heildarsýn á ástandi skiltanna.
5. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018201809279
Kynnt vinna við kortlagningu hávaða og gerð aðgerðaráætlunar fyrir sveitarfélög
Lögð fram drög að hávaðakortlagningu fyrir Mosfellsbæ í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins.
Endurbætt drög að kortlagningu ásamt aðgerðaráætlun verður aftur lögð fyrir fund umhverfisnefndar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf um leyfi til leitar og rannsókna í Kollafirði201806329
Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni á tíu svæðum í Kollafirði við Faxaflóa. Samþykkt með á 1360. fundi bæjarráðs að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
Farið yfir erindi Orkustofnunar um umsókn Björgunar um leyfi til leitar og rannsóknar á möl og sandi á hafsbotni í Kollafirði.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við rannsóknir á möl og sandi á hafsbotni í Kollafirði sem ekki mun hafa í för með sér rask á botninum. Nefndin lýsir hins vegar yfir áhyggjum af því ef farið verður í aðgerðir sem raska muni botninum, hvetur til varúðar og að náttúran og lífríkið fái að njóta vafans.- FylgiskjalBref_Bjorgun_vidbotaruppl_26042018.pdfFylgiskjalKollafj_2018_fylgiskjal_1.pdfFylgiskjalBjörgun yfirlitskort námur svæði Kollafjörður 18.6.2018.pdfFylgiskjalBjörgun erindi v. umsóknar um rannsóknarleyfi Kollafirði 18.6.2018.pdfFylgiskjalBref_Mosfellsb_umsagnarb_2018.pdfFylgiskjalFrá Orkustofnun: Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni á tíu svæðum í Kollafirði við Faxaflóa.pdfFylgiskjalRannsóknarleyfi2018_yfirlitskort.pdf