Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. maí 2023 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
 • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
 • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
 • Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
 • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Frið­land við Varmárósa, end­ur­skoð­un á mörk­um202002125

  Tillaga að áætlun um Friðland við Varmárósa. Frestur til að senda inn athugasemdir er til 19. maí 2023.

  Lagt fram til kynn­ing­ar. Um­hverf­is­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við aug­lýst gögn.

 • 2. Að­staða hunda í Mos­fells­bæ - er­indi til nefnda202304270

  Erindi barst frá Jóni Péturssyni, dags. 16.04.2023, með fyrirspurn og tillögu um tilfærslu hundagerðis fyrir lausagöngu hunda.

  Um­hverf­is­nefnd vís­ar er­ind­inu til úr­vinnslu hjá um­hverf­is­sviði.

 • 3. Sam­ræm­ing úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - sókn­aráætlun202101312

  Staða innleiðingar kynnt fyrir umhverfisnefnd

  Lagt fram til kynn­ing­ar og rætt.

  • 4. Grennd­ar­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202302133

   Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um þróun grenndarstöðva

   Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir fyr­ir sitt leyti til­lögu að út­færslu grennd­ar­stöðva sem kynnt var í til­lögu um að­gerð­ir fyr­ir 2023. Um­hverf­is­nefnd bein­ir því til skipu­lags­nefnd­ar að setja af stað gerð deili­skipu­lags grennd­ar­stöðv­ar við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­an­greinda til­lögu.
   Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

  • 5. Stíg­ur með­fram Varmá201511264

   Tillaga um viðgerðir á stíg meðfram Varmá sumarið 2023 lögð fyrir umhverfisnefnd til samþykktar

   Lögð fyr­ir um­hverf­is­nefnd til­laga á við­gerð­um á stíg með­fram Varmá árið 2023.
   Til­laga sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00