2. maí 2023 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum202002125
Tillaga að áætlun um Friðland við Varmárósa. Frestur til að senda inn athugasemdir er til 19. maí 2023.
Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við auglýst gögn.
2. Aðstaða hunda í Mosfellsbæ - erindi til nefnda202304270
Erindi barst frá Jóni Péturssyni, dags. 16.04.2023, með fyrirspurn og tillögu um tilfærslu hundagerðis fyrir lausagöngu hunda.
Umhverfisnefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
3. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Staða innleiðingar kynnt fyrir umhverfisnefnd
Lagt fram til kynningar og rætt.
4. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ202302133
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um þróun grenndarstöðva
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að útfærslu grenndarstöðva sem kynnt var í tillögu um aðgerðir fyrir 2023. Umhverfisnefnd beinir því til skipulagsnefndar að setja af stað gerð deiliskipulags grenndarstöðvar við Vefarastræti í samræmi við framangreinda tillögu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.5. Stígur meðfram Varmá201511264
Tillaga um viðgerðir á stíg meðfram Varmá sumarið 2023 lögð fyrir umhverfisnefnd til samþykktar
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga á viðgerðum á stíg meðfram Varmá árið 2023.
Tillaga samþykkt með 5 atkvæðum.