6. október 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samgönguás á höfuðborgarsvæðinu201610018
Fulltrúar SSH kynna léttlestar- og hraðvagnakerfi í kjölfar kynnisferðar erlendis.
Hrafnkell Á. Proppé (HÁP), svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti vinnu við borgarlínu og kynnisferð henni tengda.
Bæarráð Mosfellsbæjar fagnar þeim farvegi sem málið er í og telur mikilvægt að málið vinnist áfram í góðri samvinnu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu201610006
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu: Dalland, Miðdalur, Hamrabrekkur 1, 2, 5 og 6, Heiðarhvammur 1-3.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Erindi Lögmannsstofu Loga Egilss f.h. Kjartans Jónssonar vegna Hraðastaða 1201610007
Erindi um makaskipti f.h. Kjartans Jónssonar vegna Hraðastaða 1.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.
4. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, umsókn um styrk 2017201609396
Umsókn um styrk til Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.
5. Stígur meðfram Varmá.201511264
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu mála hvað varðar fyrirhugaðar endurbætur á stíg meðfram Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun. Jafnframt vísar bæjarráð málinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.