13. október 2016 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum201609031
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélgsins Harðar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum. Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd.' Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Nína Rós Ísberg var boðin velkomin til fundarins en hún er nýr fulltrúi S-lista.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir fyrirhuguðu framkvæmdaleyfi vegna nýrra reiðstíga í kringum hesthúsahverfið. Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá.
2. Sólheimakot og Gudduós - lagfæringar á vegi.201609257
Erindi frá Eskimos Iceland varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot og heimild til aksturs malarslóða til að tengjast línuvegi. Á 421. fundi skipulagsnefndar var erindinu vísað til afgreiðslu umhverfisnefndar. Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Umhverfisstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir erindi Eskimos Iceland.
Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við lagfæringar á slóða innan landamerkja Sólheimakots sem unnar verða í samráði við umhverfisstjóra. Umhverfisnefnd telur eðlilegt að notkun slóðans verði endurskoðuð að ári liðnu.
3. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2016201610048
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2016 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Umhverfisstjóri kynnti drög að ársskýrslu umhverfisnefndar Mosfellsbæjar um náttúruverndarsvæði til Umhverfisstofnunar.
Engar athugasemdir gerðar við framlögð drög.4. Ástandsskýrsla fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2016201610046
Lögð fram drög að ástandsskýrslum fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2016, sem sveitarfélaginu ber að skila til Umhverfisstofnun árlega.
Umhverfisstjóri kynnti drög að ástandsskýrslum fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrslurnar.
5. Evrópsk samgönguvika 2016201609166
Dagskrá Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 16.-22.september 2016 lögð fram til upplýsinga
Umhverfisstjóri kynnti Samgönguviku sem haldin var dagana 16.-22. september 2016.
6. Uppbygging friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016201606034
Erindi um uppbyggingu friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016 tekið fyrir að ósk Úrsúlu Junemann.
Umhverfisstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á friðlýstum svæðum á árinu 2016. Umhverfisnefnd telur áríðandi að fjármagn til uppbyggingar og viðhalds friðlýstra svæða í Mosfellsbæ verði tryggt.
7. Fræðsluefni til íbúa vegna ofanvatns201505017
Erindi varðandi upplýsingarit til íbúa um vatnsvernd tekið fyrir að ósk Úrsúlu Junemann.
Umhverfisstjóri kynnti bækling um vatnsvernd í Mosfellsbæ, sem dreift hefur verið til íbúa á ákveðnum svæðum. Ljóst er að vatnsvernd er mikilvæg og á erindi við alla íbúa. Æskilegt er að bæklingnum verði dreift í öll hús í bænum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
8. Skógrækt og útivistarsvæði í Mosfellsbæ201604270
Bæjarráð vísaði minnisblaði umhverfisstjóra til umhverfisnefndar á 1266. fundi 7. júlí sl.
Frestað
9. Stígur meðfram Varmá.201511264
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Frestað