12. desember 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2017201711078
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2017 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar samþykkt. Umhverfisstjóra falið að senda skýrsluna til Umhverfisstofnunar.
2. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Drög að ramma fyrir endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ lögð fram til umræðu
Rætt um fyrstu drög að endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur til að kallaðir verði til sérfræðingar á þessu sviði á næsta fundi nefndarinnar.3. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2018201712088
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir vorið 2018, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir vorið 2018 samþykkt af umhverfisnefnd.
4. Stígur meðfram Varmá.201511264
Mál tekið til umræðu að ósk Úrsúlu Junemann
Umhverfisstjóri upplýsti að leitað hefur verið til umhverfisráðgjafa til að aðstoða bæjaryfirvöld við að skipuleggja aðgerðir til að koma í veg fyrir bakkarof og skemmdir á stíg meðfram Varmá.
5. Eyðing ágengra plöntutegunda201206227
Mál tekið til umræðu að ósk Nínu Rósar Ísberg
Rætt um aðgerðir Mosfellsbæjar gegn útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ.
Garðyrkjudeild og umhverfisstjóri munu vinna að nákvæmari áætlun um aðgerðir gegn ágengum plöntutegundum fyrir sumarið.6. Kostnaður við verktaka vegna opinna svæða201712107
Mál tekið á dagskrá að beiðni Nínu Rósar Ísberg.
Málið rætt. Upplýsingar um sundurliðun við kostnað verktaka vegna opinna svæða og kostnað við garðslátt í Mosfellsbæ verða sendar nefndarmönnum í tölvupósti.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Sérsöfnun á plasti frá heimilum201704145
Erindi Sorpu - Móttaka og flokkun á plasti til endurvinnslu. Bæjarráð samþykkti á 1332. fundi sínum þann 30.11.2017 að senda erindið til kynningar í umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd fagnar aukinnin flokkun á sorpi frá heimilum í Mosfellsbæ.