Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. nóvember 2016 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Nína Rós Ísberg aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020201511068

    Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.

    Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti drög að fjár­hags­áætlun fyr­ir mála­flokk 11 fyr­ir um­hverf­is­nefnd. Um­ræð­ur og fyr­ir­spurn­ir.

    Um­hverf­is­nefnd ít­rek­ar fyrri bók­un sína um að frek­ara fjár­magn verði veitt til frið­aðra svæða í Mos­fells­bæ.

    Bók­un full­trúa M-lista:
    Nátt­úru­vernd mun vera með þeim mik­il­væg­ustu mál­efn­um í fram­tíð­inni. Heil­brigð og óskemmt nátt­úra er for­senda alls lífs á jörðu.
    Full­trúi M- list­ans í Um­hverf­is­nefnd lýs­ir undr­un sinni yfir því að í fjár­hags­áætlun sé ekki gert ráð fyr­ir að veita fjár­magni til að stuðla að auk­inni nátt­úru­vernd.
    Til­laga full­trúa Íbú­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar er á þann hátt að ákveð­in fjár­hæð sé veitt ár­lega til að stuðla að auk­inni nátt­úru­vernd. Í þeim flokki gæti ver­ið m.a.:
    - Sér­fræði­að­stoð við að hanna og búa til var­an­lega göngu­stíga þann­ig að nátt­úr­an læt­ur ekki á sjá vegna auk­ins ágangs manna. Dæmi eru göngu­leið­ir upp á Úlfars­fell og stíg­ur með­fram Var­mánni. Fag­leg ráð­gjöf frá stofn­un­um á sviði land­græðslu, fiski- og veiði­mála, nátt­úru­stof­um o.fl. eru mjög brýn svo að rétt sé far­ið að og fjár­magn nýt­ist sem best.
    - Stöðvun ágengra teg­unda (skóg­ar­kerfill, bjarn­arkló og lúpína) með vist­væn­um hætti. Þetta er lang­tíma­verk­efni.
    - Frið­lýstu svæð­in í Mos­fells­bæn­um þurfa að fá betri kynn­ingu og bætt að­gengi þann­ig að bæj­ar­bú­ar séu með­vit­að­ir um þær ger­sem­ar sem eru að finna inn­an bæj­ar­marka.
    - Búa til og dreifa fræðslu­efni um mik­il­vægi nátt­úru­vernd­ar til að koma á virk­um um­ræð­um hjá bæj­ar­bú­un­um um þessi mik­il­vægu mál sem munu skipa æ stærri sess í fram­tíð mann­kyns­ins.

  • 2. Sorp­hirða og end­ur­vinnsla í Mos­fells­bæ201611086

    Umræða um grenndargáma og endurvinnslu í Mosfellsbæ. Guðmundur Tryggvi Ólafsson frá Sorpu bs. kemur á fundinn.

    Mál­ið rætt

    Gestir
    • Guðmundur Tryggvi Ólafsson
  • 3. Skógrækt og úti­vist­ar­svæði í Mos­fells­bæ201604270

    Bæjarráð vísaði minnisblaði umhverfisstjóra varðandi styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til umhverfisnefndar á 1266. fundi 7. júlí 2016

    Garð­yrkju­stjóri kynnti hug­mynd að nýju fyr­ir­komu­lagi sam­starfs milli Mos­fells­bæj­ar og Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar. Um­ræð­ur um mál­ið.

  • 4. Stíg­ur með­fram Varmá.201511264

    Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

    Um­hverf­is­nefnd fagn­ar því að gerð hafi ver­ið áætlun um var­an­leg­ar úr­bæt­ur á göngustíg með­fram Varmá.

  • 5. Refa- og minka­veið­ar í Mos­fells­bæ 2016201611064

    Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2016 lagðar fram til kynningar

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 6. Heim­ild­ar­mynd um sjálf­bær­an lífs­stíl201611063

    Boð um sýningu heimildarmyndar um sjálfbæran lífsstíl fyrir starfsmenn Mosfellsbæjar

    Um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og fel­ur um­hverf­is­sviði mál­ið til nán­ari út­færslu.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00