17. nóvember 2016 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 11 fyrir umhverfisnefnd. Umræður og fyrirspurnir.
Umhverfisnefnd ítrekar fyrri bókun sína um að frekara fjármagn verði veitt til friðaðra svæða í Mosfellsbæ.
Bókun fulltrúa M-lista:
Náttúruvernd mun vera með þeim mikilvægustu málefnum í framtíðinni. Heilbrigð og óskemmt náttúra er forsenda alls lífs á jörðu.
Fulltrúi M- listans í Umhverfisnefnd lýsir undrun sinni yfir því að í fjárhagsáætlun sé ekki gert ráð fyrir að veita fjármagni til að stuðla að aukinni náttúruvernd.
Tillaga fulltrúa Íbúarhreyfingarinnar er á þann hátt að ákveðin fjárhæð sé veitt árlega til að stuðla að aukinni náttúruvernd. Í þeim flokki gæti verið m.a.:
- Sérfræðiaðstoð við að hanna og búa til varanlega göngustíga þannig að náttúran lætur ekki á sjá vegna aukins ágangs manna. Dæmi eru gönguleiðir upp á Úlfarsfell og stígur meðfram Varmánni. Fagleg ráðgjöf frá stofnunum á sviði landgræðslu, fiski- og veiðimála, náttúrustofum o.fl. eru mjög brýn svo að rétt sé farið að og fjármagn nýtist sem best.
- Stöðvun ágengra tegunda (skógarkerfill, bjarnarkló og lúpína) með vistvænum hætti. Þetta er langtímaverkefni.
- Friðlýstu svæðin í Mosfellsbænum þurfa að fá betri kynningu og bætt aðgengi þannig að bæjarbúar séu meðvitaðir um þær gersemar sem eru að finna innan bæjarmarka.
- Búa til og dreifa fræðsluefni um mikilvægi náttúruverndar til að koma á virkum umræðum hjá bæjarbúunum um þessi mikilvægu mál sem munu skipa æ stærri sess í framtíð mannkynsins.2. Sorphirða og endurvinnsla í Mosfellsbæ201611086
Umræða um grenndargáma og endurvinnslu í Mosfellsbæ. Guðmundur Tryggvi Ólafsson frá Sorpu bs. kemur á fundinn.
Málið rætt
Gestir
- Guðmundur Tryggvi Ólafsson
3. Skógrækt og útivistarsvæði í Mosfellsbæ201604270
Bæjarráð vísaði minnisblaði umhverfisstjóra varðandi styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til umhverfisnefndar á 1266. fundi 7. júlí 2016
Garðyrkjustjóri kynnti hugmynd að nýju fyrirkomulagi samstarfs milli Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Umræður um málið.
4. Stígur meðfram Varmá.201511264
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd fagnar því að gerð hafi verið áætlun um varanlegar úrbætur á göngustíg meðfram Varmá.
5. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2016201611064
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2016 lagðar fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
6. Heimildarmynd um sjálfbæran lífsstíl201611063
Boð um sýningu heimildarmyndar um sjálfbæran lífsstíl fyrir starfsmenn Mosfellsbæjar
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu og felur umhverfissviði málið til nánari útfærslu.