30. apríl 2020 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Lögð fram tillaga um að bæta við máli 202004372: Skemmdir á göngustíg við Varmá hjá Eyrarhvammi. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stígur meðfram Varmá.201511264
Kynning á drögum að umhverfisskipulagi Varmár frá upphafi til ósa. Ráðgjafar Alta koma á fundinn.
Fulltrúar Alta ráðgjafa komu á fundinn og kynntu drög að umhverfisskipulagi fyrir Varmá.
2. Áætlun um refaveiðar fyrir árin 2020-2022202003081
Erindi Umhverfisstofnunar um áætlun um refaveiðar sveitarfélaga
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að ganga frá samkomulagi við Umhverfisstofnun um endurgreiðslur vegna refaveiða.
- FylgiskjalBeiðni um áætlun um refaveiðar 2020-2022.pdfFylgiskjalUppgjör áætlunar um refaveiðar 2017-2019.pdfFylgiskjalÁætlun um refaveiðar 2020-2022 - skilafrestur til 15. apríl.pdfFylgiskjalRefaveidi_samantekt_2005_2019_eftir_veiditimabilum.pdfFylgiskjalÁætlun_sveitarfélags_refaveiða_2020-2022_Form.pdf
3. Stofnhjólanet höfuðborgarsvæðisins - forgangsröðun verkefna202004043
Kynning á drögum vinnuhóps um stofnhjólanet höfuðborgarsvæðisins um samræmingu og uppbyggingu stofnhjólanets höfuðborgarsvæðisins og forgangsröðun framkvæmda til ársins 2033.
Drög vinnuhóps um stofnhjólanet höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
- Fylgiskjal4913-006-MIN-V02-Stofnleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu.pdfFylgiskjalVIÐAUKI A - Fundargerðir.pdfFylgiskjalVIÐAUKI B - Stofnleiðanet 2020-2033.pdfFylgiskjalVIÐAUKI C - Forgangsröðun yfirlitskort.pdfFylgiskjalVIÐAUKI D - Verkefnalisti og kostnaðarmat.pdfFylgiskjalVIÐAUKI D - Verkefnalisti og kostnaðarmat.pdf
4. Samgöngustígur & varmárræsi, Ævintýragarði - Nýframkvæmdir201810370
Lögð fram til kynningar tillaga að hönnun og legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Umhverfisnefnd fagnar gerð samgöngustígs í gegnum Ævintýragarð í Ullarnesbrekkum með breikkun stígs og gerð nýrra göngubrúa og gerir ekki athugasemdir við legu hans.
5. Prufuholur vegna lagfæringa á fráveitulögnum við Varmá202004262
Lagt fram erindi Mannvits um leyfi til að taka prufuholur innan hverfisverndar Varmár vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugsemdir við umræddar prufuholur innan hverfisverndarsvæðis Varmár.
6. Friðland við Varmrárósa, endurskoðun á mörkum202002125
Erindi Umhverfisstofnunar um skipun í vinnuhóp vegna endurskoðunar á afmörkun friðlands við Varmárósa m.t.t. útbreiðslu fitjasefs og óska um beitarhólf, í tengslum við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið.
Umhverfisnefnd tilnefnir Tómas G. Gíslason umhverfisstjóra, Bjart Steingrímsson formann umhverfisnefndar og Michele Rebora úr umhverfisnefnd í vinnuhóp vegna endurskoðunar á afmörkun friðlands við Varmárósa.
7. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ201912163
Lögð fram drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss og Tungufoss í Mosfellsbæ, í framhaldi af vinnu samráðshóps um gerð stjórnunar- og verndaráætluna fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ og gerir ekki athugasemdir við framlögð drög fyrir friðlýstu svæðin við Álafoss og Tungufoss.
- FylgiskjalFridlysingar_Alafoss_hnitasett_kort_Ust_stadfest.pdfFylgiskjalFridlysing_Alafoss_friðlýsingarskilmálar_loka.pdfFylgiskjalFridlysingar_Tungufoss_friðlýsingarskilmalar_loka.pdfFylgiskjalFridlysingar_Tungufoss_hnitasett_kort_Ust_stadfest.pdfFylgiskjalDrög fyrir Tungufoss og Álafoss.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Álafoss DRÖG.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Tungufoss DRÖG.pdf
8. Vatnaáætlun fyrir Ísland 2022202004270
Bráðabirgðayfirlit vatnaáætlunar fyrir Ísland. Umhverfisstofnun vekur athygli á því að bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir um verndun vatns sem gætu nýst við gerð vatnaáætlunarinnar sem mun taka gildi árið 2022.
Drög að bráðabirgðayfirliti vatnaáætlunar fyrir Ísland lögð fram til kynningar.
9. Skemmd á göngustíg við Varmá hjá Eyrarhvammi202004372
Erindi um skemmdir á göngustíg meðfram Varmá við Eyrarhvamm
Umhverfisnefnd leggur til að farið verði í bráðabirgða lagfæringar á göngustíg meðfram Varmá við Eyrarhvamm til að tryggja örugga notkun stígsins, en leggur jafnframt áherslu á að unnið verði að varanlegum úrbótum á svæðinu, í samræmi við umhverfisskipulag svæðisins sem er í vinnslu.