14. maí 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Anna Margrét Tómasdóttir
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs202005277
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ með tilkynningu um framlengdan umsagnafrest vegna forkynningar á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Reykjavíkur 2010-2030. Umsagnafestur er til 31.05.2021 og kynningarfundur áætlaður 04.05.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd fjallaði um breytinguna á 536. fundi sínum.
2. Tenging af Vesturlandsvegi að Sunnukrika202105129
Borist hefur bréf frá Einari M. Magnússyni, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 11.05.2021, sem fjallar um hugsanlega tengingu af Vesturlandsvegi og inn á Sunnukrika. Hjálagðar eru teikningar.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar ítrekar afstöðu sína um nauðsyn þess að farið verði í framkvæmdir við afrein frá Vesturlandsvegi að Sunnukrika sem er á gildandi skipulagi sem allra fyrst.
Afreinin mun dreifa umferð í Sunnukrika létta á álagi umferðar á Reykjavegi og minnka umferðarálag við Krikaskóla.Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkir fyrirliggjandi tillögu Vegagerðarinnar um afrein frá Vesturlandsvegi að Sunnukrika í Mosfellsbæ.
3. Reykjamelur 10-14 - deiliskipulagsbreyting202103042
Á 541. fundi skipulagsnefndar voru kynntar athugasemdir vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Reykjamel 10-14. Hjálögð eru drög að svörum við innsendum athugasemdum. Deiliskipulagsbreytingin er lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslan er gerð með fyirirvara um afgreiðslu bæjarráðs vegna þess kostnaðar sem af breytingunni hlýst.
Jón Pétursson fulltrúi Miðflokks situr hjá við afgreiðslu málsins4. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ. Hönnun garðsins var unnin af Landmótun sbr. hönnunarsamkeppni.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting201811024
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting fyrir suðurhlíðar Helgafells 302-Íb í samræmi við kynnta verklýsingu sem samþykkt var á 531. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðar auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnir á tillögur sínar á vettvangi bæjarstjórnar um nauðsyn þess að sem fyrst verði hugað að undirbúningi þess að lagður verði vegur austur úr Helgafellshverfi.
Stefán Ómar Jónsson
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, tekur undir bókun Vina Mosfellsbæjar.6. Skálafellslína - plæging háspennustrengja í Mosfellsdal202105047
Borist hefur erindi frá Veitum ohf., dags. 29.04.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að plægja í jörðu háspennustrengi í suðurhlíðum Mosfells. Sex nýjar dreifistöðvar verða settar á línuleiðinni. Framkvæmdin er innan hverfisverndar Köldukvíslar. Hjálögð er umsögn Hafrannsóknarstofnunar.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkvæmdir séu innan hverfisverndar en árétta mikilvægi þess að frágangur verði vandaður.
7. Leirvogstunguhverfi - umferðaröryggi202006262
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 28.04.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu vegna framkvæmdaleyfis fyrir hraðatakmarkandi aðgerðir. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir gatnamótin.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin samræmist hönnun hverfis og er talin óveruleg en brýn. Kynna skal breytinguna íbúasamtökum í Leirvogstunguhverfi.
8. Leiksvæði í Mosfellsbæ - Framkvæmd202005062
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 11.05.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd þriggja leiksvæða í Helgafellshverfi.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi.
9. Ástu-Sólliljugata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202010181
Umsókn um byggingarleyfi barst frá Pallar og menn ehf. fyrir Ástu-Sólliljugötu 13. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar skv. skipulagsskilmálum á 435. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi vegna aukaíbúðar í húsi.
Skipulagsnefnd heimilar aukaíbúð í samræmi við skilmála deiliskipulagsins. Aukaíbúð húss getur þó ekki orðið séreign með sér fastanúmer.
10. Markholt 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202104069
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jónínu Jónsdóttur fyrir stækkun á svölum fyrir Markholt 10. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 435. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd metur undirritað samþykki hagsmunaaðila svo, að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012.
11. Súluhöfði 5 - deiliskipulagsbreyting202105115
Erindi barst frá Ásbirni Jónssyni, dags. 18.04.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Súluhöfða 5 vegna stækkunar á húsi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir húsið. Hjálagt er undirritað samþykki hagsmunaaðila.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna það óverulega og undirritað samþykki hagsmunaaðila svo, að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
12. Reykjarhvoll 4b - deiliskipulagsbreyting202105126
Borist hefur erindi frá Magnúsi Frey Ólafssyni, dags. 11.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjarhvoll 4b þar sem breyta á einbýli í parhús.
Málinu frestað til næsta fundar.
13. Stígur meðfram Varmá201511264
Lagt er fram til kynningar minnisblað Alta og Landslags vegna vinnu við endurbætur á stíg meðfram Varmá.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd fagnar framgangi verkefnisins.
14. Vatnsendahvarf - nýtt deiliskipulag202105014
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 03.05.2021, með ósk um umsögn verkefnalýsingar nýs deiliskipulags í Vatnsendahvarfi sem samræmist tillögu nýs aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 sem þegar er í kynningu. Umsagnafrestur er til og með 24.05.2021.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta verklýsingu.
15. Nýtt Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040 - endurskoðun201903155
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 03.05.2021, með tilkynningu um framlengdan kynningartíma tillögu nýs Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Umsagnafrestur er til 27.05.2021.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnt aðalskipulag Kópavogsbæjar.
Fundargerðir til staðfestingar
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 434202104037F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
16.1. Hamrabrekkur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010011
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 129,3 m², 438,76 m³
16.2. Leirvogstunga 37 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103071
KGHG ehf. Laxatungu 63 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr. 37, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 239,4 m², auka íbúð 60,0 m², bílgeymsla 45,7 m², 1.221,8 m³.
16.3. Litlikriki 4-6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202104122
Byggingafélagið Landsbyggð ehf. Vatnsendabletti 721 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Litlikriki nr. 4-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
16.4. Súluhöfði 57, Umsókn um byggingarleyfi. 202004186
Stefán Gunnar Jósaftsson Smárarima 44 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr. 57, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 435202105005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
17.1. Arnartangi 40, Umsókn um byggingarleyfi 202006212
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Arnartanga 40 sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús á lóðinni Arnartangi nr. 40, í samræmi við framlögð gögn. Grendarkynningu umsóknar um byggingarleyfi lauk 15.11.2020.
Stækkun: 64,8 m²,184,1 m³17.2. Ástu-Sólliljugata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010181
Pallar og menn ehf. Markholti 17 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 236,1 m², auka íbúð 73,8 m², bílgeymsla 45,9 m², 828,2m³
17.3. Brekkukot 123724 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011149
Gísli Snorrason Brekkukoti sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús á lóðinni Brekkukot, landeignanúmer 123724, í samræmi við framlögð gögn. Grendarkynningu umsóknar um byggingarleyfi lauk 15.02.2021. Stærðir: 136,7 m² 358,5 m³.
17.4. Helgadalsvegur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103566
Einar K. Hermannsson Hólabraut 2 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús ásamt bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 10, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 239,5 m², bílgeymsla 60,7 m², 823,6 m³.
17.5. Lundur 123710 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105035
Laufskálar Fasteignafélag ehf., Lambhagavegur 23 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta íbúðarhúss ásamt nýrri geymslu á lóðinni Lundur landnr. 123710, mhl 01 og 02, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir íbúðahúss breytast ekki: Geymsla 23,5 m², 47,6 m³.
17.6. Markholt 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202104069
Jónína Jónsdóttir Markholti 10 sækir um leyfi til stækkunar svala einbýlishúss á lóðinni Markholt nr. 10 í samræmi við framlögð gögn.