Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. maí 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Anna Margrét Tómasdóttir


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Borg­ar­lína - breyt­ing á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur og Kópa­vogs202005277

  Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ með tilkynningu um framlengdan umsagnafrest vegna forkynningar á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Reykjavíkur 2010-2030. Umsagnafestur er til 31.05.2021 og kynningarfundur áætlaður 04.05.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fjall­aði um breyt­ing­una á 536. fundi sín­um.

 • 2. Teng­ing af Vest­ur­lands­vegi að Sunnukrika202105129

  Borist hefur bréf frá Einari M. Magnússyni, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 11.05.2021, sem fjallar um hugsanlega tengingu af Vesturlandsvegi og inn á Sunnukrika. Hjálagðar eru teikningar.

  Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar af­stöðu sína um nauð­syn þess að far­ið verði í fram­kvæmd­ir við af­rein frá Vest­ur­lands­vegi að Sunnukrika sem er á gild­andi skipu­lagi sem allra fyrst.
  Af­rein­in mun dreifa um­ferð í Sunnukrika létta á álagi um­ferð­ar á Reykja­vegi og minnka um­ferðarálag við Krika­skóla.

  Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir fyr­ir­liggj­andi til­lögu Vega­gerð­ar­inn­ar um af­rein frá Vest­ur­lands­vegi að Sunnukrika í Mos­fells­bæ.

 • 3. Reykja­mel­ur 10-14 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103042

  Á 541. fundi skipulagsnefndar voru kynntar athugasemdir vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Reykjamel 10-14. Hjálögð eru drög að svörum við innsendum athugasemdum. Deiliskipulagsbreytingin er lögð fram til afgreiðslu.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við drög. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Af­greiðsl­an er gerð með fy­ir­ir­vara um af­greiðslu bæj­ar­ráðs vegna þess kostn­að­ar sem af breyt­ing­unni hlýst.
  Jón Pét­urs­son full­trúi Mið­flokks sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins

  • 4. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

   Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ. Hönnun garðsins var unnin af Landmótun sbr. hönnunarsamkeppni.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 5. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing201811024

   Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting fyrir suðurhlíðar Helgafells 302-Íb í samræmi við kynnta verklýsingu sem samþykkt var á 531. fundi skipulagsnefndar.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi verði send Skipu­lags­stofn­un til at­hug­un­ar í sam­ræmi við 3. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og síð­ar aug­lýst í sam­ræmi við 31. gr. sömu laga.

   Full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar minn­ir á til­lög­ur sín­ar á vett­vangi bæj­ar­stjórn­ar um nauð­syn þess að sem fyrst verði hug­að að und­ir­bún­ingi þess að lagð­ur verði veg­ur aust­ur úr Helga­fells­hverfi.
   Stefán Ómar Jóns­son
   Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista, Mið­flokks, tek­ur und­ir bók­un Vina Mos­fells­bæj­ar.

  • 6. Skála­fells­lína - plæg­ing há­spennu­strengja í Mos­fells­dal202105047

   Borist hefur erindi frá Veitum ohf., dags. 29.04.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að plægja í jörðu háspennustrengi í suðurhlíðum Mosfells. Sex nýjar dreifistöðvar verða settar á línuleiðinni. Framkvæmdin er innan hverfisverndar Köldukvíslar. Hjálögð er umsögn Hafrannsóknarstofnunar.

   Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012. Áætlan­ir sam­ræm­ast gild­andi að­al­skipu­lagi. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við að fram­kvæmd­ir séu inn­an hverf­is­vernd­ar en árétta mik­il­vægi þess að frá­gang­ur verði vand­að­ur.

  • 7. Leir­vogstungu­hverfi - um­ferðarör­yggi202006262

   Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 28.04.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu vegna framkvæmdaleyfis fyrir hraðatakmarkandi aðgerðir. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir gatnamótin.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­in sam­ræm­ist hönn­un hverf­is og er talin óveru­leg en brýn. Kynna skal breyt­ing­una íbúa­sam­tök­um í Leir­vogstungu­hverfi.

  • 8. Leik­svæði í Mos­fells­bæ - Fram­kvæmd202005062

   Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 11.05.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd þriggja leiksvæða í Helgafellshverfi.

   Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012. Áætlan­ir sam­ræm­ast gild­andi deili­skipu­lagi.

  • 9. Ástu-Sólliljugata 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202010181

   Umsókn um byggingarleyfi barst frá Pallar og menn ehf. fyrir Ástu-Sólliljugötu 13. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar skv. skipulagsskilmálum á 435. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi vegna aukaíbúðar í húsi.

   Skipu­lags­nefnd heim­il­ar auka­í­búð í sam­ræmi við skil­mála deili­skipu­lags­ins. Auka­í­búð húss get­ur þó ekki orð­ið sér­eign með sér fasta­núm­er.

  • 10. Mark­holt 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202104069

   Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jónínu Jónsdóttur fyrir stækkun á svölum fyrir Markholt 10. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 435. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er gildandi deiliskipulag á svæðinu.

   Skipu­lags­nefnd met­ur und­ir­ritað sam­þykki hags­muna­að­ila svo, að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

  • 11. Súlu­höfði 5 - deili­skipu­lags­breyt­ing202105115

   Erindi barst frá Ásbirni Jónssyni, dags. 18.04.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Súluhöfða 5 vegna stækkunar á húsi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir húsið. Hjálagt er undirritað samþykki hagsmunaaðila.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una það óveru­lega og und­ir­ritað sam­þykki hags­muna­að­ila svo, að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með vís­an í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

  • 12. Reykjar­hvoll 4b - deili­skipu­lags­breyt­ing202105126

   Borist hefur erindi frá Magnúsi Frey Ólafssyni, dags. 11.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjarhvoll 4b þar sem breyta á einbýli í parhús.

   Mál­inu frestað til næsta fund­ar.

   • 13. Stíg­ur með­fram Varmá201511264

    Lagt er fram til kynningar minnisblað Alta og Landslags vegna vinnu við endurbætur á stíg meðfram Varmá.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fagn­ar fram­gangi verk­efn­is­ins.

   • 14. Vatns­enda­hvarf - nýtt deili­skipu­lag202105014

    Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 03.05.2021, með ósk um umsögn verkefnalýsingar nýs deiliskipulags í Vatnsendahvarfi sem samræmist tillögu nýs aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 sem þegar er í kynningu. Umsagnafrestur er til og með 24.05.2021.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við kynnta verk­lýs­ingu.

   • 15. Nýtt Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2019-2040 - end­ur­skoð­un201903155

    Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 03.05.2021, með tilkynningu um framlengdan kynningartíma tillögu nýs Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Umsagnafrestur er til 27.05.2021.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við kynnt að­al­skipu­lag Kópa­vogs­bæj­ar.

   Fundargerðir til staðfestingar

   • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 434202104037F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Lagt fram og kynnt.

    • 16.1. Hamra­brekk­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010011

     Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 129,3 m², 438,76 m³

    • 16.2. Leir­vogstunga 37 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103071

     KGHG ehf. Laxa­tungu 63 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um með auka íbúð og inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Leir­vogstunga nr. 37, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 239,4 m², auka íbúð 60,0 m², bíl­geymsla 45,7 m², 1.221,8 m³.

    • 16.3. Litlikriki 4-6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202104122

     Bygg­inga­fé­lag­ið Lands­byggð ehf. Vatns­enda­bletti 721 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Litlikriki nr. 4-6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

    • 16.4. Súlu­höfði 57, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 202004186

     Stefán Gunn­ar Jósa­fts­son Smár­arima 44 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Súlu­höfði nr. 57, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

    • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 435202105005F

     Fundargerð lögð fram til kynningar.

     Lagt fram og kynnt.

     • 17.1. Arn­ar­tangi 40, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202006212

      Hall­dóra Sig­ríð­ur Sveins­dótt­ir Arn­ar­tanga 40 sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 40, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Grend­arkynn­ingu um­sókn­ar um bygg­ing­ar­leyfi lauk 15.11.2020.
      Stækk­un: 64,8 m²,184,1 m³

     • 17.2. Ástu-Sólliljugata 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010181

      Pall­ar og menn ehf. Mark­holti 17 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með á tveim­ur hæð­um með inn­byggðri bíl­geymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóð­inni Ástu-Sólliljugata nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 236,1 m², auka íbúð 73,8 m², bíl­geymsla 45,9 m², 828,2m³

     • 17.3. Brekku­kot 123724 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011149

      Gísli Snorra­son Brekku­koti sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús á lóð­inni Brekku­kot, land­eigna­núm­er 123724, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Grend­arkynn­ingu um­sókn­ar um bygg­ing­ar­leyfi lauk 15.02.2021. Stærð­ir: 136,7 m² 358,5 m³.

     • 17.4. Helga­dals­veg­ur 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103566

      Ein­ar K. Her­manns­son Hóla­braut 2 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús ásamt bíl­geymslu á lóð­inni Helga­dals­veg­ur nr. 10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 239,5 m², bíl­geymsla 60,7 m², 823,6 m³.

     • 17.5. Lund­ur 123710 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105035

      Lauf­skál­ar Fast­eigna­fé­lag ehf., Lambhaga­veg­ur 23 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta íbúð­ar­húss ásamt nýrri geymslu á lóð­inni Lund­ur landnr. 123710, mhl 01 og 02, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir íbúða­húss breyt­ast ekki: Geymsla 23,5 m², 47,6 m³.

     • 17.6. Mark­holt 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202104069

      Jón­ína Jóns­dótt­ir Mark­holti 10 sæk­ir um leyfi til stækk­un­ar svala ein­býl­is­húss á lóð­inni Mark­holt nr. 10 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30