Tindahlaup Mosfellsbæjar 2014
7 tinda hlaupið sem fengið hefur nýtt nafn, Tindahlaup Mosfellsbæjar, fer fram í sjötta sinn laugardaginn 30. ágúst næstkomandi.
Í túninu heima 2014 - Ullarpartý og litaþema
Saga ullariðnaðar á Íslandi er samofin sögu Mosfellsbæjar. Á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima sem haldin verður dagana 29. – 31. ágúst nk. bjóðum við í ullarpartý.
Lokað vegna malbiksframkvæmda
Vegna malbikunar verða gatnamótin við Langatanga, Bogatanga og Skeiðholt lokuð í dag, fimmtudaginn 21. ágúst frá kl. 16.00 og fram eftir degi. Hjáleið er um Álfatanga. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar
Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Viðurkenningunni er ætlað að styðja við uppbyggingu á atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi í Mosfellsbæ. Umsóknarfrestur til 1.september næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar hér.
Ummyndun í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 26. júlí kl. 14 verður opnuð sýning Þórdísar Jóhannesdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.
Verkefnislýsing deiliskipulags - alifuglabú Syðri-Reykjum
Markmið með væntanlegu deiliskipulagi er að gera það mögulegt að bæta aðstöðu núverandi alifuglabús með frekari byggingum á lóðinni. Unnt er að setja fram ábendingar og athugasemdir við lýsinguna.
Strætóskýlis teiti í Mosfellsbæ
Viktor Weisshappel hefur verið ráðinn af Mosfellsbæ til að mála strætóskýli bæjarins.
Þúsund gestir í Mosfellsbæ
Þjóðdansafélagið, í samvinnu við Nordlek, stendur fyrir norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti fyrir börn í Mosfellsbæ daga 9. til 12. júlí nk. BARNLEK 2014.Föstudaginn 11. júlí klukkan 13:15 verður farið í skrúðgöngu frá Varmárskóla að Miðbæjartorgi þar sem dansað verður á nokkrum stöðum fram til kl 16:00 og er það von forsvarsmanna mótsins að sem flestir muni hafa gleði af því að fylgjast með en einnig verður farið í heimsókn á Eirhamra og dansað þar.
Nýtt í Ævintýragarðinum
Sett hefur verið upp nýtt 1500 fermetra hundagerði í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga.
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2014.
Nýtt tímabil frístundaávísunar hefst í dag
Frá og með deginum í dag hefst nýtt tímabil frístundarávísunar í Mosfellsbæ.
Klúbba- og sumarsmiðjur fyrir 10 – 12 ára í félagsmiðstöðinni Ból
10-12 ára starfið hefur gengið vonum framar í sumar. Nú má byrja að skrá sig á miðvikudagana í júlí. skráning er á bolid@mos.is
Framkvæmdir við Æðarhöfða
Hafnar eru framkvæmdir vegna nýs útibús Lágafellsskóla sem reist verður við Æðarhöfða. Þar verður starfræktur sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir 5-7 ára börn frá og með haustinu 2014.
Gæsluvöllur Mosfellsbæjar
Gæsluvöllur verður opinn frá 7. júlí til og með 1. ágúst. Opnunartími vallarins er frá 9.00 – 12.00 og frá 13.00 – 16.00.Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða – 6 ára aldurs.
Skipað í nefndir og ráð
Búið er að uppfæra nöfn kjörinna fulltrúa og þeirra sem skipaðir hafa verið í nefndir og ráð bæjarins eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar á vef Mosfellsbæjar.
Útboð: Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla og Varmárskóla
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi tvö verk:
Samkomulag um meirihlutasamstarf í höfn
Sjálfstæðismenn og Vinstri græn hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi í bæjarstjórnarsamstarfi í Mosfellsbæ kjörtímabilið 2014-2018.
17. júní í Mosfellsbæ 2014
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ líkt og verið hefur síðustu fimmtíu ár.
Starfsleyfistillaga SORPU - Frestur framlengdur
Framlengdur frestur er til 5. ágúst nk.
Tuttugu og átta nemendur brautskráðir úr FMOS
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.