Sjálfstæðismenn og Vinstri græn hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi í bæjarstjórnarsamstarfi í Mosfellsbæ kjörtímabilið 2014-2018.
Í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum fékk D-listinn 5 bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn og V-listinn 1 bæjarfulltrúa. Samtals eru þessir flokkar því með 6 af 9 bæjarfullltrúum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Þessir tveir flokkar hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin tvö kjörtímabil og hafa nú ákveðið að halda því samstarfi áfram. Undirritunin fór fram í Kjarna í Mosfellsbæ í dag.
Jafnframt hefur náðst samkomulag allra flokka um kjör í nefndir og ráð bæjarins og verður það samkomulag lagt fram til samþykktar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 18. Júní nk.
Verkskipting milli D- og V-lista verður eftirfarandi:
- Haraldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri í Mosfellsbæ.
- Hafsteinn Pálsson D-lista og Bjarki Bjarnason V-lista skipta á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar á kjörtímabilinu.
- Formaður bæjarráðs verður Bryndís Haraldsdóttir D-lista.
- Flokkarnir skipta svo á milli sín formennsku og varaformennsku í nefndum sveitarfélagsins á kjörtímabilinu.
Helstu áherslur flokkanna tveggja á komandi kjörtímabili eru í samræmi við stefnuskrár þeirra í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þar má t.d. nefna:
- Traustan og ábyrgan rekstur bæjarfélagsins og að skuldahlutfall haldi áfram að lækka og jafnframt að álögur á íbúa lækki
- Lögð verði áhersla á uppbyggingu skólamannvirkja í samræmi við stækkandi bæjarfélag
- Að auka fjölbreytileika og valfrelsi í skólastarfi
- Að auka sveigjanleika í félagslega húsnæðiskerfinu og hvetja til byggingar almennra leiguíbúða í sveitarfélaginu
- Að tryggja nægt framboð byggingarlóða fyrir fjölbreyttar íbúðagerðir
- Að tryggja nægt framboð atvinnulóða á sanngjörnu verði
- Að umhverfismál verði ævinlega sett á oddinn í öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu og aðgát verði sýnd í umgengni við náttúruna
- Að upplýsingastreymi til íbúa verði aukið, meðal annars með því styrkja svonefnda íbúagátt og gera fundargögn aðgengileg á netinu
Tengt efni
Kjörskrá lögð fram og utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022.
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
8. apríl 2022 kl. 12:00 rennur út frestur til að skila framboðslistum.