Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. júní 2014

Sjálf­stæð­is­menn og Vinstri græn hafa und­ir­ritað sam­komulag um áfram­hald­andi í bæj­ar­stjórn­ar­sam­starfi í Mos­fells­bæ kjör­tíma­bil­ið 2014-2018.

Í ný­af­stöð­un­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um fékk D-list­inn 5 bæj­ar­full­trúa og hrein­an meiri­hluta í bæj­ar­stjórn og V-list­inn 1 bæj­ar­full­trúa.  Sam­tals eru þess­ir flokk­ar því með 6 af 9 bæj­ar­fulll­trú­um í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar. Þess­ir tveir flokk­ar hafa átt í far­sælu sam­starfi und­an­farin tvö kjör­tíma­bil og hafa nú ákveð­ið að halda því sam­starfi áfram. Und­ir­rit­un­in fór fram í Kjarna í Mos­fells­bæ í dag.

Jafn­framt hef­ur náðst sam­komulag allra flokka um kjör í nefnd­ir og ráð bæj­ar­ins og verð­ur það sam­komulag lagt fram til sam­þykkt­ar á fyrsta fundi nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar þann 18. Júní  nk.

Verk­skipt­ing milli D- og V-lista verð­ur eft­ir­far­andi:

  • Har­ald­ur Sverris­son verð­ur áfram bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ.
  • Haf­steinn Páls­son D-lista og Bjarki Bjarna­son V-lista skipta á milli sín embætti for­seta bæj­ar­stjórn­ar á kjör­tíma­bil­inu.
  • Formað­ur bæj­ar­ráðs verð­ur Bryndís Har­alds­dótt­ir D-lista.
  • Flokk­arn­ir skipta svo á milli sín for­mennsku og vara­for­mennsku í nefnd­um sveit­ar­fé­lags­ins á kjör­tíma­bil­inu.

Helstu áhersl­ur flokk­anna tveggja á kom­andi kjör­tíma­bili eru í sam­ræmi við stefnu­skrár þeirra í ný­af­stöðn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um en þar má t.d. nefna:

  • Traust­an og ábyrg­an rekst­ur bæj­ar­fé­lags­ins og að skulda­hlut­fall haldi áfram að lækka og jafn­framt að álög­ur á íbúa lækki
  • Lögð verði áhersla á upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í sam­ræmi við stækk­andi bæj­ar­fé­lag
  • Að auka fjöl­breyti­leika og val­frelsi í skólastarfi
  • Að auka sveigj­an­leika í fé­lags­lega hús­næð­is­kerf­inu og hvetja til bygg­ing­ar al­mennra leigu­íbúða í sveit­ar­fé­lag­inu
  • Að tryggja nægt fram­boð  bygg­ing­ar­lóða fyr­ir fjöl­breytt­ar íbúða­gerð­ir
  • Að tryggja nægt fram­boð at­vinnu­lóða á sann­gjörnu verði
  • Að um­hverf­is­mál verði æv­in­lega sett á odd­inn í öll­um fram­kvæmd­um í sveit­ar­fé­lag­inu og að­gát verði sýnd í um­gengni við nátt­úr­una
  • Að upp­lýs­inga­streymi til íbúa verði auk­ið, með­al ann­ars með því styrkja svo­nefnda íbúagátt og gera fund­ar­gögn að­gengi­leg á net­inu

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00