Markmið með væntanlegu deiliskipulagi er að gera það mögulegt að bæta aðstöðu núverandi alifuglabús með frekari byggingum á lóðinni. Unnt er að setja fram ábendingar og athugasemdir við lýsinguna.
Mosfellsbær auglýsir hérmeð til kynningar verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags fyrir reit úr landi Suður-Reykja, sem merktur er 320-L á aðalskipulagi og skilgreindur þar sem landbúnaðarsvæði. Markmið með deiliskipulaginu er að gera það mögulegt að bæta aðstöðu núverandi alifuglabús með frekari byggingum á lóðinni, en aðeins verður um óverulega aukningu á umfangi starfseminnar að ræða.
Í verkefnislýsingunni kemur lögum samkvæmt fram „hvaða áherslur sveitarstjórn (hefur) við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.“
Athugasemdum og ábendingum varðandi skipulagslýsinguna má skila til þjónustuversins eða undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir 1. ágúst n.k.
17. júlí 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: