Sett hefur verið upp nýtt 1500 fermetra hundagerði í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga.
Þar er hundaeigendum heimilt að sleppa sínum hundum lausum undir eftirliti. Aðgengi að svæðinu er gott með göngustíg milli íþróttasvæðis við Varmá og Leirvogstungu. Hundaeigendur eru hvattir til að ganga vel um svæðið og hreinsa ávallt upp eftir hundinn. Á staðnum er bekkur, ruslatunna og sérstök ruslatunna fyrir hundaskít. Hundagerðið er skemmtileg viðbót við útivistarmöguleika Ævintýragarðsins þar sem í nágrenninu eru fjölbreytt barnaleiksvæði, göngustígur þar sem plantað hefur verið ætiplöntum af ýmsu tagi og frisbígolfvöllur opinn almenningi, svo eitthvað sé nefnt.
Tengt efni
Fjallahjólabraut og frisbígolf í Ævintýragarðinum
Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.
Ærslabelgur í Ævintýragarðinum
Nýr ærslabelgur er kominn upp í Ævintýragarðinum.
Skemmdarverk í Ævintýragarðinum
Skemmdaverk voru unnin um helgina á nýjum ærslabelg Mosfellinga sem er staðsettur í Ævintýragarðinum.