Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Að þessu sinni voru alls tuttugu og átta nemendur brautskráðir, tuttugu og tveir af félags- og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísindabraut. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans.
Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Helen Dögg Karlsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku og heimspeki og Diljá Auður Kolbeinsdóttir Gray fyrir góðan árangur í listgreinum. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði á náttúruvísindabraut fékk Stefán Valgeir Guðjónsson og fyrir góðan árangur í stærðfræði á félags- og hugvísindabraut Ásthildur Elín Einarsdóttir. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu fékk Sólrún Ósk Gestsdóttir og Mosfellsbær veitti Sólrúnu jafnframt viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Tengt efni
FMOS tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Fimm skólar eða aðrar menntastofnanir eru tilnefndar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023.
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.
Svefn er gulls ígildi - Fyrirlestur 11. október kl. 19:30
FMOS og Félagsmiðstöðin Ból í samvinnu við ÍSÍ #beactive bjóða foreldrum og öllum sem vilja á fyrirlestur með Dr. Erlu Björnsdóttur, stofnanda Betri svefns.