Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. júní 2014

  Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir vegna nýs úti­bús Lága­fells­skóla sem reist verð­ur við Æð­ar­höfða. Þar verð­ur starf­rækt­ur sam­eig­in­leg­ur leik- og grunn­skóli fyr­ir 5-7 ára börn frá og með haust­inu 2014.

  Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir vegna nýs úti­bús Lága­fells­skóla sem reist verð­ur við Æð­ar­höfða. Þar verð­ur starf­rækt­ur sam­eig­in­leg­ur leik- og grunn­skóli fyr­ir 5-7 ára börn frá og með haust­inu 2014. Í haust verða tekn­ar í notk­un fimm kennslu­stof­ur auk milli­bygg­inga til við­bót­ar þeim þrem­ur kennslu­stof­um sem nú þeg­ar standa á lóð­inni. Einn­ig verða leiklóð og göngu­teng­ing­ar til og frá skóla að­alag­að­ar og lag­færð­ar áður en skólast­arf hefst í lok ág­úst. Þá munu 5 og 6 ára börn gera hús­næð­ið og lóð­ina að sínu en seinni áfangi skól­ans verð­ur tek­inn í notk­un haust­ið 2015.

  Til stend­ur að byggja var­an­legt skóla­hús­næði á lóð­inni við hlið­ina á og áætlað er að sú bygg­ing verði tekin í notk­un vet­ur­inn 2016/2017.

  Hér má sjá frumdrög að farm­kvæmd­um (.pdf)

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00