7 tinda hlaupið sem fengið hefur nýtt nafn, Tindahlaup Mosfellsbæjar, fer fram í sjötta sinn laugardaginn 30. ágúst næstkomandi.
Hlaupið er utanvegahlaup eða náttúruhlaup og hið eina sinnar tegundar sem haldið er á höfuðborgarsvæðinu.
Boðið verður upp á fjórar vegalengdir og því ættu bæði byrjendur og lengra komnir að finna áskorun við hæfi. Hlaupið er frá íþróttamiðstöðinni Varmá, um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark að Varmá.
Keppst hefur verið við að gera umgjörð hlaupsins líflega og skemmtilega. Heilsubærinn Mosfellsbær mun iða af lífi og verður vel tekið á móti hlaupurum með súpu og brauði við markið. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrstu þremur í karla og kvennaflokki í öllum vegalengdum. Auk þess eiga allir þátttakendur kost á að vinna vegleg útdráttarverðlaun.
Metnaðarfullir hlauparar sem setja sér langtíma markmið eiga þess kost að hljóta nafnbótina Tindahöfðingi en þeim virðulega titli fylgir glæsilegur viðurkenningargripur. Til að verða Tindahöfðingi þarf að ljúka keppni í öllum fjórum vegalengdum hlaupsins. Hlaup frá árinu 2010 verða tekin gild.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.