Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. ágúst 2014

7 tinda hlaup­ið sem feng­ið hef­ur nýtt nafn, Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar, fer fram í sjötta sinn laug­ar­dag­inn 30. ág­úst næst­kom­andi.

Hlaup­ið er ut­an­vega­hlaup eða nátt­úru­hlaup og hið eina sinn­ar teg­und­ar sem hald­ið er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Boð­ið verð­ur upp á fjór­ar vega­lengd­ir og því ættu bæði byrj­end­ur og lengra komn­ir að finna áskor­un við hæfi. Hlaup­ið er frá íþróttamið­stöð­inni Varmá, um fjöll, heið­ar og dali í bæj­ar­landi Mos­fells­bæj­ar og kom­ið aft­ur í mark að Varmá.

Keppst hef­ur ver­ið við að gera um­gjörð hlaups­ins líf­lega og skemmti­lega. Heilsu­bær­inn Mos­fells­bær mun iða af lífi og verð­ur vel tek­ið á móti hlaup­ur­um með súpu og brauði við mark­ið. Glæsi­leg verð­laun verða veitt fyrstu þrem­ur í karla og kvenna­flokki í öll­um vega­lengd­um. Auk þess eiga all­ir þátt­tak­end­ur kost á að vinna veg­leg út­drátt­ar­verð­laun.

Metn­að­ar­full­ir hlaup­ar­ar sem setja sér lang­tíma markmið eiga þess kost að hljóta nafn­bót­ina Tinda­höfð­ingi en þeim virðu­lega titli fylg­ir glæsi­leg­ur við­ur­kenn­ing­ar­grip­ur. Til að verða Tinda­höfð­ingi þarf að ljúka keppni í öll­um fjór­um vega­lengd­um hlaups­ins. Hlaup frá ár­inu 2010 verða tekin gild.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00