Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. júní 2014

Þjóð­há­tíð­ar­dag­ur Ís­lend­inga verð­ur hald­inn há­tíð­leg­ur í Mos­fells­bæ líkt og ver­ið hef­ur síð­ustu fimm­tíu ár.

Frá ár­inu 1964 hafa Mos­fell­ing­ar hald­ið upp á dag­inn  í heima­byggð. Það árið urðu vatna­skil í íþrótta- og menn­ing­ar­lífi í sveit­inni þar sem Varmár­laug­in var vígð og Skóla­hljóm­sveit­in kom fram í fyrsta sinn. Af þessu til­efni hefjast há­tíð­ar­höld­in í ár við bakka Varmár­laug­ar. Þar kem­ur Skóla­hljóm­sveit­in fram und­ir stjórn Daða Þórs Ein­ars­son­ar. Birg­ir D. Sveins­son, stjórn­andi hljóm­sveit­ar­inn­ar fyrstu fjöru­tíu starfs­ár henn­ar tek­ur til máls, börn úr Sund­deild Aft­ur­eld­ing­ar stinga sér til sunds og Bjarki Bjarna­son seg­ir frá sögu­legri sund­menn­ingu í Mos­fells­bæ. Einn­ig verð­ur glens og gam­an í laug­inni með kodda­slag og boð­ið verð­ur upp á pyls­ur og gos.

Af mörgu er að taka í glæsi­legri dagskrá en íbú­ar eru hvatt­ir til að mæta á Mið­bæj­ar­torg­ið og taka þátt í skrúð­göngu þar sem Skóla­hljóm­sveit­in spil­ar und­ir og Skáta­fé­lag­ar úr Mosverj­um bera fána. Frá Mið­bæj­ar­torg­inu verð­ur geng­ið að Hlé­garðstún­inu þar sem Fjall­kon­an fríð ávarp­ar sam­kom­una og flutt verð­ur há­tíð­ar­ræða. Þá tek­ur við skemmti­dagskrá og síð­ar verð­ur keppt um titil­inn sterk­asti mað­ur Ís­lands.

Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eft­ir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bíla­stæði, svo sem við Kjarna eða Varmá.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00