Þjóðdansafélagið, í samvinnu við Nordlek, stendur fyrir norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti fyrir börn í Mosfellsbæ daga 9. til 12. júlí nk. BARNLEK 2014.Föstudaginn 11. júlí klukkan 13:15 verður farið í skrúðgöngu frá Varmárskóla að Miðbæjartorgi þar sem dansað verður á nokkrum stöðum fram til kl 16:00 og er það von forsvarsmanna mótsins að sem flestir muni hafa gleði af því að fylgjast með en einnig verður farið í heimsókn á Eirhamra og dansað þar.
Þjóðdansafélagið, í samvinnu við Nordlek, stendur fyrir norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti fyrir börn í Mosfellsbæ daga 9. til 12. júlí nk. BARNLEK 2014.
Föstudaginn 11. júlí klukkan 13:15 verður farið í skrúðgöngu frá Varmárskóla að Miðbæjartorgi þar sem dansað verður á nokkrum stöðum fram til kl 16:00 og er það von forsvarsmanna mótsins að sem flestir muni hafa gleði af því að fylgjast með en einnig verður farið í heimsókn á Eirhamra og dansað þar.
Nordlek er norrænt félag áhugafólks um þjóðlega menningu og hefur starfað frá árinu 1974. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og í þeim tilgangi að skemmta sér og kynnast menningu hinna Norðurlandanna en kannski ekki síst til að reyna að viðhalda gamalli arfleifð þjóðanna.
Á Nordlek dansmótum fer ekki fram neins konar keppni heldur aðeins er reynt að skapa gleði og áhuga fyrir því sem gamalt er og ekki má falla í gleymskunnar dá.
Þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndunum og er fjöldi þeirra tæplega 1000 en þar af eru um 700 til 800 börn og unglingar á aldrinum 8 til 18 ára sem koma til að skemmta sér með dansi.
Mótshaldið fer fram í Íþróttamiðstöðinni við Varmá en gisting og önnur aðstaða verður í húsnæði Varmárskóla.