Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júlí 2014

    Þjóð­dansa­fé­lag­ið, í sam­vinnu við Nor­d­lek, stend­ur fyr­ir nor­rænu þjóð­dansa- og þjóðlaga­móti fyr­ir börn í Mos­fells­bæ daga 9. til 12. júlí nk. BARN­LEK 2014.Föstu­dag­inn 11. júlí klukk­an 13:15 verð­ur far­ið í skrúð­göngu frá Varmár­skóla að Mið­bæj­ar­torgi þar sem dansað verð­ur á nokkr­um stöð­um fram til kl 16:00 og er það von for­svars­manna móts­ins að sem flest­ir muni hafa gleði af því að fylgjast með en einn­ig verð­ur far­ið í heim­sókn á Eir­hamra og dansað þar.

    Þjóð­dansa­fé­lag­ið, í sam­vinnu við Nor­d­lek, stend­ur fyr­ir nor­rænu þjóð­dansa- og þjóðlaga­móti fyr­ir börn í Mos­fells­bæ daga 9. til 12. júlí nk. BARN­LEK 2014.
    Föstu­dag­inn 11. júlí klukk­an 13:15 verð­ur far­ið í skrúð­göngu frá Varmár­skóla að Mið­bæj­ar­torgi þar sem dansað verð­ur á nokkr­um stöð­um fram til kl 16:00 og er það von for­svars­manna móts­ins að sem flest­ir muni hafa gleði af því að fylgjast með en einn­ig verð­ur far­ið í heim­sókn á Eir­hamra og dansað þar.
    Nor­d­lek er nor­rænt fé­lag áhuga­fólks um þjóð­lega menn­ingu og hef­ur starfað frá ár­inu 1974. Allt starf­ið er unn­ið í sjálf­boða­vinnu og í þeim til­gangi að skemmta sér og kynn­ast menn­ingu hinna Norð­ur­land­anna en kannski ekki síst til að reyna að við­halda gam­alli arf­leifð þjóð­anna.
    Á Nor­d­lek dans­mót­um fer ekki fram neins kon­ar keppni held­ur að­eins er reynt að skapa gleði og áhuga fyr­ir því sem gam­alt er og ekki má falla í gleymsk­unn­ar dá.
    Þátt­tak­end­ur koma frá öll­um Norð­ur­lönd­un­um og er fjöldi þeirra tæp­lega 1000 en þar af eru um 700 til 800 börn og ung­ling­ar á aldr­in­um 8 til 18 ára sem koma til að skemmta sér með dansi.
    Móts­hald­ið fer fram í Íþróttamið­stöð­inni við Varmá en gist­ing og önn­ur að­staða verð­ur í hús­næði Varmár­skóla.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00