Saga ullariðnaðar á Íslandi er samofin sögu Mosfellsbæjar. Á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima sem haldin verður dagana 29. – 31. ágúst nk. bjóðum við í ullarpartý.
Mosfellsbær hefur af því tilefni látið hanna Mosfellsbæjarpeysuna. Peysan ber merki Mosfellsbæjar og hægt er að velja sinn hverfislit í munstrið.
Álafossbúðin býður Mosfellingum, sem ætla að prjóna peysuna, eina fría dokku af sínum hverfislit þegar keypt er garn í peysuna hjá þeim. Tilboðið stendur til 1. september.
Stefnt er að því að setja heimsmet í Lopapeysumætingu í Ullarpartíi á föstudagskvöldi 29. ágúst í Álafosskvos. Ljósmyndari verður á staðnum til að mynda ullarklæddar fjölskyldur og glæsileg handverk.
Prjónauppskriftir:
Litaskipting hverfa á bæjarhátíð
- Blár: Reykjahverfi
- Bleikur: Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
- Gulur: Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
- Rauður: Tangar, Holt og miðbær
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir