Búið er að uppfæra nöfn kjörinna fulltrúa og þeirra sem skipaðir hafa verið í nefndir og ráð bæjarins eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar á vef Mosfellsbæjar.
Búið er að uppfæra nöfn kjörinna fulltrúa og þeirra sem skipaðir hafa verið í nefndir og ráð bæjarins eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar á vef Mosfellsbæjar.
Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 18.júní sl. Hafsteinn Pálsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar næsta árið og Bryndís Haraldsdóttir formaður bæjarráðs. Tillaga var gerð um að ráða Harald Sverrisson áfram sem bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að gera ráðningarsamning við hann.
Bæjarstjórnarfundir verða áfram haldnir annann hvern miðvikudag klukkan 16.30 á 2.hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir eru opnir almenningi. Næsti fundur bæjarstjórnar verður því haldinn miðvikudaginn 2.júlí. Dagskrá fundanna er alltaf auglýst á vef Mosfellsbæjar og á auglýsingatöflu á 1.hæð í Kjarna (turnmegin).
Hægt er að nálgast upplýsingar um skipan í nefndir og ráð í síðustu fundargerð bæjarstjórnar og hér á heimasíðunni.