Deiliskipulag fyrir vatnsgeymi í Úlfarsfelli
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags sem nær yfir iðnaðarlóð fyrir vatnsgeymi ásamt aðkomuvegi frá Skarhólabraut og lögnum að og frá vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells.
Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2018 - Hvað er málið?
Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 2001. Meginmarkmiðið með honum er að sýna fram á mikilvægi þess að læra tungumál, leiða í ljós gildi þess að vera fjöltyngdur og byggja brýr á milli ólíkra tungumála- og um leið menningarheima.
Opnun útboðs - Reykjahverfi eftirlit, gatnagerð og lagnir
Þann 21. september 2018 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið “Reykjahverfi eftirlit, gatnagerð og lagnir 2018.”
Ný verk í Listasal Mosfellsbæjar
Listamennirnir Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson eru með samsýningu í Listasal Mosfellsbæjar frá 14. september til 19. október.
Frítt í strætó á bíllausa daginn 22. september 2018
Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni bíllausa dagsins, 22. september.
Málþing um hjólreiðar í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi
Föstudaginn 21. september í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
Hjólakort af Mosfellsbæ
Fimmtudaginn, 20. september í samgönguviku eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að nota sér fjölbreytt úrval hjólastíga til útivistar og samgangna.
Nýr starfsmaður hjá fræðslu- og frístundasviði
Arnar Ingi Friðriksson sálfræðingur hefur hafið störf á fræðslu- og frístundasviði, skólaþjónustu. Hann tekur við af Guðríði Þóru Gísladóttur sálfræðingi sem heldur til annarra starfa.
Hjólaviðgerðastandar kynntir í samgönguviku
Mosfellsbær hefur tekið í notkun hjólreiðaviðgerðastanda og vatnsdrykkjarfonta á þremur stöðum við hjólreiðastíga í bænum, við skógræktarsvæðið í Hamrahlíð, við Háholt í miðbæ bæjarins og á hjólastíg við hringtorgið við Þingvallaveg.
Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorgi
Þriðjudaginn 18. september er BMX-dagur á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17:00 – 19:00.
Ungmennaráð - Viltu öðlast góðrar reynslu?
Auglýsum eftir ungu fólki á aldrinum 16-25 ára til að starfa með okkur í Ungmennaráði Mosfellsbæjar.
Hjólið þitt með Dr. Bæk
Dr. Bæk verður á miðbæjartorginu mánudaginn 17. september kl. 16:00-17:00. Við hvetjum alla hjóleigendur að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk.
Opnun útboðs: Fjölnota íþróttahús við Varmá
Þann 12. september 2018 voru opnuð tilboð í verkið: Fjölnota íþróttahús við Varmá.
Vinabæjaráðstefna 2018
Vinabæjaráðstefna var haldin í Mosfellsbæ dagana 16. – 17. ágúst.
Sunnudagsganga á Reykjaborg
Á Degi íslenskrar náttúru, sunnudaginn 16. september kl. 14:00 verður boðið upp á sunnudagsgöngu upp á Reykjaborg.
Árni Jón hlaut fyrstu hvatningarverðlaun foreldrafélags Varmárskóla
Við skólaslit síðastliðið vor veitti Foreldrafélag Varmárskóla hvatningarverðlaun í fyrsta skipti starfsmanni sem þótti hafa skarað fram úr í starfi.
Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í World Class í Lágafellslaug
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu.
Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu fyrir árið 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ.
Málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018
Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál, málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018.
Frístundatímabilið 2018-2019
Börn fædd á árunum 2001 til 2012 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2018 til 31. maí 2019.