Mosfellsbær hefur tekið í notkun hjólreiðaviðgerðastanda og vatnsdrykkjarfonta á þremur stöðum við hjólreiðastíga í bænum, við skógræktarsvæðið í Hamrahlíð, við Háholt í miðbæ bæjarins og á hjólastíg við hringtorgið við Þingvallaveg.
Staðsetning þeirra er sérstaklega valin með hliðsjón af þörfum hjólareiðafólks, sem getur nú farið í hjólastillingar og smáviðgerðir á ferð sinni um bæinn, um leið og hægt er að fá sér vatnssopa.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.