Börn fædd á árunum 2001 til 2012 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2018 til 31. maí 2019.
Börn fædd á árunum 2001 til 2012 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2018 til 31. maí 2019. Þar að segja fyrir börn sem verða 6 ára og 18 ára á árinu, börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á íbúagáttinni. Athugið að aðeins börn með lögheimili í Mosfellsbæ fá valmöguleika um að nýta frístundaávísun.
Upphæð frístundaávísunar
Frístundaávísun 2018-2019 er 50.000 kr. en hækkar fyrir þriðja barn upp í 60.000, einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv.. Þetta á við um fjölskyldur sem skráð eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer.