Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni bíllausa dagsins, 22. september.
Íbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima, og nýta aðra samgöngumáta þennan dag. Heimilt er að taka reiðhjól með í strætó ef pláss er í vögnum.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.
Tengt efni
Bíllausi dagurinn 22. september 2022
Í dag er bíllausi dagurinn en á þeim degi eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér frekar vistvæna samgöngumáta sé þess kostur.
Hjólið þitt með Dr. BÆK kl. 15:00 - 17:00
Miðbæjartorg Mosfellsbæjar miðvikudaginn 21. september kl. 15:00 til 17:00.
BMX-dagur á Miðbæjartorginu kl. 17:30 - 19:30
BMX-brós sýna listir sínar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, þriðjudaginn 20. september, kl. 17:30 – 19:30.