Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni bíllausa dagsins, 22. september.
Íbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima, og nýta aðra samgöngumáta þennan dag. Heimilt er að taka reiðhjól með í strætó ef pláss er í vögnum.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.