Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. september 2018

    Evr­ópski tungu­mála­dag­ur­inn hef­ur ver­ið hald­inn há­tíð­leg­ur síð­an árið 2001. Meg­in­mark­mið­ið með hon­um er að sýna fram á mik­il­vægi þess að læra tungu­mál, leiða í ljós gildi þess að vera fjöltyngd­ur og byggja brýr á milli ólíkra tungu­mála- og um leið menn­ing­ar­heima.

    Evr­ópski tungu­mála­dag­ur­inn hef­ur ver­ið hald­inn há­tíð­leg­ur síð­an árið 2001. Meg­in­mark­mið­ið með hon­um er að sýna fram á mik­il­vægi þess að læra tungu­mál, leiða í ljós gildi þess að vera fjöltyngd­ur og byggja brýr á milli ólíkra tungu­mála- og um leið menn­ing­ar­heima.

    Á þess­um degi er ýtt und­ir símennt­un, í og utan skóla, og ung­ir sem gaml­ir hvatt­ir til að læra ný tungu­mál. Einn­ig eru stjórn­völd hvött til að auð­velda fólki að læra tungu­mál og styðja við stefnu­mót­un til að stuðla að meiri tungu­málak­unn­áttu. Einn­ig er lögð áhersla að fólk geri sér far um að horfa út fyr­ir hinn enska tungu­mála­heim.

    Í til­efni dags­ins eru skipu­lagð­ir við­burð­ir alls stað­ar í Evr­ópu; í skól­um, sjón­varpi, út­varpi, með tungu­mála­kennslu og með mál­þing­um og ráð­stefn­um.

    STÍL, Sam­tök tungu­mála­kenn­ara á Ís­landi, hafa hald­ið upp á dag­inn hér á landi all­ar göt­ur síð­an 2001. STÍL eru heild­ar­sam­tök allra tungu­mála­kenn­ara á Ís­landi og telja Fé­lag dönsku­kenn­ara, Fé­lag ensku­kenn­ara, Fé­lag frönsku­kenn­ara, Fé­lag þýsku­kenn­ara, Fé­lag ít­ölsku­kenn­ara, Ís­brú fé­lag kenn­ara sem kenna ís­lensku sem ann­að mál, Fé­lag norsku- og sænsku­kenn­ara og Fé­lag spænsku­kenn­ara.

    Há­tíð­ar­höld­in fara að­al­lega fram í skól­um lands­ins þar sem hald­ið er upp á þenn­an dag með sér­stakri dagskrá þar sem nem­end­ur allra skóla­stiga frá leik­skóla til há­skóla­stigs koma sam­an. Í mörg­um skól­um er um mjög metn­að­ar­fulla dagskrá að ræða – jafn­vel viku­dagskrá – þar sem nem­end­ur og kenn­ar­ar koma að til að sýna fram á mik­il­vægi tungu­mála.

    Kunn­átta í er­lend­um tungu­mál­um er afar mik­il­væg á tím­um al­þjóða­væð­ing­ar. Aldrei hafa fleiri er­lend­ir ferða­menn sótt land­ið okk­ar heim og þörfin fyr­ir kunn­áttu í er­lend­um tungu­mál­um því mik­il. Er­lend börn hafa aldrei ver­ið fleiri í skól­um lands­ins og því afar brýnt að kenna ís­lensku sem ann­að mál. Það er aldrei of seint að læra tungu­mál og því fleiri því betra. Að læra tungu­mál er að læra – og skilja – menn­ingu.

    STÍL vill beina því til stjórn­valda að efla tungu­mála­nám og kennslu á Ís­landi. STÍL ósk­ar öll­um tungu­mála­nem­um og kenn­ur­um til ham­ingju með dag­inn!

    – Petrína Rós Karls­dótt­ir, formað­ur STÍL – Sam­taka tungu­mála­kenn­ara á Ís­landi.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-12:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00