Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. september 2018

    Á Degi ís­lenskr­ar nátt­úru, sunnu­dag­inn 16. sept­em­ber kl. 14:00 verð­ur boð­ið upp á sunnu­dags­göngu upp á Reykja­borg.

    Á Degi ís­lenskr­ar nátt­úru, sunnu­dag­inn 16. sept­em­ber kl. 14:00 verð­ur boð­ið upp á sunnu­dags­göngu upp á Reykja­borg. Um er að ræða létta göngu und­ir leið­sögn Æv­ars Að­al­steins­son­ar. Gang­an er um 3 km og því til­valin fjöl­skyldu­ganga. Brott­för er frá enda­stöð strætó innst á Reykja­vegi við Suð­ur-Reyki. Kom­ið með og njót­ið frá­bærs út­sýn­is yfir Mos­fells­bæ frá nýju hringsjánni.

    Ævar Að­al­steins­son leið­ir göng­una en hann hlaut ný­ver­ið um­hverfis­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir öt­ult starf sitt í um­hverf­is­mál­um. Hann hef­ur haft veg og vanda af stik­un göngu­leiða í fjöll­um og fell­um Mos­fells­bæj­ar og ver­ið öt­ull bar­áttu­mað­ur fyr­ir auk­inni úti­vist og nátt­úru­upp­lif­un bæj­ar­búa í Mos­fells­bæ.

    Hvetj­um alla áhuga­sama til að taka þátt og eiga góð­an sunnu­dag sam­an í góðri hreyf­ingu og ekki skemm­ir að spá­in lof­ar góðu.

    Reykja­borg

    Reykja­borg er fal­leg­ur kletta­höfði, 252 m sem er áber­andi í lands­lag­inu ofan við Reykja­hverf­ið suð­aust­an við Mos­fells­bæ. Hægt er að ganga á Reykja­borg úr öll­um átt­um en það­an er skemmti­legt út­sýni til norð vest­urs yfir Mos­fells­bæ og út á Leiru­vog. Á Reykja­borg má ganga til dæm­is frá Suð­ur-Reykj­um í Reykja­hverfi og frá Hafra­vatni. Gesta­bók er á Reykja­borg.

    Þeg­ar lagt er af stað frá bíla­stæð­inu við Suð­ur-Reyki er geng­ið áleið­is upp Húsa­dal og upp með Varmá, fyrst að sunn­an­verðu og síð­an yfir göngu­brú og hald­ið áfram að norð­an­verðu upp með Var­mánni. Þeg­ar kom­ið er að litl­um læk sem renn­ur úr Borg­ar­vatni er far­ið aft­ur yfir Var­mána og geng­ið til suð­urs upp með lækn­um. Við Borg­ar­vatn er síð­an stefn­an tekin til vest­urs og beina leið á hnjúk­inn.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00