Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Aug­lýs­um eft­ir ungu fólki á aldr­in­um 16-25 ára til að starfa með okk­ur í Ung­menna­ráði Mos­fells­bæj­ar.

Ung­mennaráð er um­ræðu- og sam­starfs­vett­vang­ur ung­menna á aldr­in­um 13 til 25 ára í sveita­fé­lag­inu og er ráð­gef­andi um mál­efni er tengjast ungu fólki í um­boði bæj­ar­stjórn­ar.

Frá stofn­un ráðs­ins hafa ver­ið í því níu ung­menni. Sex úr grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar og þrír úr Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar.

Á 695. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar var sam­þykkt að óska eft­ir fleiri ung­menn­um úr Mos­fells­bæ í ráð­ið. Þar sem nem­end­ur í FMOS hafa fasta þrjá full­trúa í ráð­inu aug­lýs­um við núna eft­ir áhuga­sömu ungu fólki á aldr­in­um 16 til 25 ára sem ekki er í FMOS til að starfa með okk­ur í ung­menna­ráði vet­ur­inn 2018 – 2019.

Við erum að leita að fólki sem býr í Mos­fells­bæ, er í öðr­um fram­halds­skóla, á at­vinnu­mark­aðn­um eða án at­vinnu.

Áhuga­sam­ir haf­ið sam­bandi við Eddu Dav­íðs­dótt­ir, tóm­stunda­full­trúa, í gegn­um net­fang­ið edda@mos.is eða í síma 525-6700, fyr­ir 21. sept­em­ber.

Hlökk­um til að heyra í ykk­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00