Auglýsum eftir ungu fólki á aldrinum 16-25 ára til að starfa með okkur í Ungmennaráði Mosfellsbæjar.
Ungmennaráð er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13 til 25 ára í sveitafélaginu og er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki í umboði bæjarstjórnar.
Frá stofnun ráðsins hafa verið í því níu ungmenni. Sex úr grunnskólum Mosfellsbæjar og þrír úr Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Á 695. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar var samþykkt að óska eftir fleiri ungmennum úr Mosfellsbæ í ráðið. Þar sem nemendur í FMOS hafa fasta þrjá fulltrúa í ráðinu auglýsum við núna eftir áhugasömu ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára sem ekki er í FMOS til að starfa með okkur í ungmennaráði veturinn 2018 – 2019.
Við erum að leita að fólki sem býr í Mosfellsbæ, er í öðrum framhaldsskóla, á atvinnumarkaðnum eða án atvinnu.
Áhugasamir hafið sambandi við Eddu Davíðsdóttir, tómstundafulltrúa, í gegnum netfangið edda@mos.is eða í síma 525-6700, fyrir 21. september.
Hlökkum til að heyra í ykkur.
Tengt efni
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn
Ungmennaráð Mosfellsbæjar er vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 13-25 ára í Mosfellsbæ.
Samkomulag um vinnu við deiliskipulag vegna stækkunar golfvallar
Skýrsla um þarfagreiningu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá lögð fyrir bæjarráð
Stýrihópur um endurskoðun þarfagreiningar fyrir þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá hefur skilað af sér skýrslu sem var lögð fyrir bæjarráð 18. apríl 2024.