Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. september 2018

Vina­bæja­ráð­stefna var hald­in í Mos­fells­bæ dag­ana 16. – 17. ág­úst.

Vina­bæ­ir Mos­fells­bæj­ar eru fjór­ir, Thisted í Dan­mörku, Loimaa í Finn­landi, Uddevalla í Sví­þjóð og Skien í Nor­egi og er um að ræða elstu vina­bæj­a­keðj­una á Norð­ur­lönd­um.

Þema vina­bæja­ráð­stefn­unn­ar í ár var fé­lagsauð­ur og ráð­stefn­u­stjóri var Bogi Ág­ústs­son formað­ur Nor­ræna fé­lags­ins á Ís­landi.

Á með­al þess sem var til um­fjöll­un­ar á ráð­stefn­unni var lýð­ræð­is­verk­efn­ið Okk­ar Mosó, Heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ, störf Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils og sam­vinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í tengsl­um við al­manna­varn­ir. Þá var sagt frá að­komu íbúa að mót­un um­hverf­is­stefnu í Mos­fells­bæ og loks sagði um­boðs­mað­ur barna frá ár­angri af sam­vinnu for­eldra og fag­að­ila við að draga úr ung­linga­drykkju.

Ráð­stefnu­gest­ir voru um 70 tals­ins og á með­al þeirra voru tveir lista­menn frá hverju landi sem tóku þátt í menn­ing­ar­verk­efn­inu Nord­isk Art eða NArt. Einn­ig var unn­ið að sér­stöku ung­linga­verk­efni sam­hliða ráð­stefn­unni og komu fjór­ir ung­ling­ar fædd­ir árið 2003 ásamt hóp­stjóra frá hverju landi. Þau gistu sam­an og fóru í ferð­ir, með­al ann­ars á Úlfljóts­vatn.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00