Vinabæir Mosfellsbæjar eru fjórir, Thisted í Danmörku, Loimaa í Finnlandi, Uddevalla í Svíþjóð og Skien í Noregi og er um að ræða elstu vinabæjakeðjuna á Norðurlöndum.
Þema vinabæjaráðstefnunnar í ár var félagsauður og ráðstefnustjóri var Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins á Íslandi.
Á meðal þess sem var til umfjöllunar á ráðstefnunni var lýðræðisverkefnið Okkar Mosó, Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ, störf Björgunarsveitarinnar Kyndils og samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við almannavarnir. Þá var sagt frá aðkomu íbúa að mótun umhverfisstefnu í Mosfellsbæ og loks sagði umboðsmaður barna frá árangri af samvinnu foreldra og fagaðila við að draga úr unglingadrykkju.
Ráðstefnugestir voru um 70 talsins og á meðal þeirra voru tveir listamenn frá hverju landi sem tóku þátt í menningarverkefninu Nordisk Art eða NArt. Einnig var unnið að sérstöku unglingaverkefni samhliða ráðstefnunni og komu fjórir unglingar fæddir árið 2003 ásamt hópstjóra frá hverju landi. Þau gistu saman og fóru í ferðir, meðal annars á Úlfljótsvatn.
Tengt efni
Unglingamót norrænna vinabæja 2024
Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í grunnskólum Mosfellsbæjar fædd 2009 að taka þátt í unglingamóti norrænna vinabæja Mosfellsbæjar.
Opnað fyrir umsóknir um þátttöku í rafræna menningarverkefninu NART á rafrænni vinabæjarráðstefnu 2021
Mosfellsbær er hluti af vinabæjarkeðju með Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi og Loimaa í Finnlandi og eru vinabæjarmót haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum.
Vinabæjarráðstefna í Mosfellsbæ 16. - 17. ágúst 2018
Vinabæjarráðstefna verður haldin í Mosfellsbæ dagana 16. – 17. ágúst næstkomandi.