Föstudaginn 21. september í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Landsamtök Hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi halda málþing um vistvænar samgöngur í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi föstudaginn 21. september.
Yfirskrift málþingsins að þessu sinni er Veljum fjölbreytta ferðamáta.
Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.