Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. september 2018

Við skóla­slit síð­ast­lið­ið vor veitti For­eldra­fé­lag Varmár­skóla hvatn­ing­ar­verð­laun í fyrsta skipti starfs­manni sem þótti hafa skarað fram úr í starfi.

Leitað var eft­ir ábend­ing­um og mörg nöfn nefnd enda hef­ur skól­inn á að skipa frá­bær­um hópi starfs­fólks. Að þessu sinni féllu hvatn­ing­ar­verð­laun­in í hlut Árna Jóns Hann­es­son­ar kenn­ara á mið­stigi sem býr yfir 35 ára kennslureynslu.

Árni brenn­ur fyr­ir nátt­úru­fræði­grein­um og ný­sköp­un og er óhrædd­ur að stíga út fyr­ir kass­ann og prófa nýja hluti. Árni hef­ur gef­ið út náms­efni og þró­að fjöl­breytta fræðslu fyr­ir bráð­gera nem­end­ur þar sem far­ið er í stærð­fræði, stjörnu­fræði, nátt­úru­fræði, efna- og eðl­is­fræði, ís­lensku, nýj­ustu rann­sókn­ir í vís­ind­um og ný­sköp­un. Árni er vel að þessu kom­inn og mik­ill feng­ur fyr­ir allt skóla­sam­fé­lag­ið að fá að njóta krafta hans.

Einn af bæj­arlista­mönn­um Mos­fells­bæj­ar, Inga Elín Krist­ins­dótt­ir leir­list­ar­kona, var feng­in til sam­starfs um hönn­un á hvatn­ing­ar­verð­laun­un­um.

Á mynd­inni má sjá Erlu Birnu Birg­is­dótt­ur, full­trúa for­eldra­fé­lags­ins, ásamt nem­end­um af­henda Árna verð­laun­in.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00