Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu.
Hleypt hefur verið af stokkunum þriggja mánaða tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class í Mosfellsbæ.
Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að World Class veitir helmings afslátt á þriggja mánaða korti fyrir eldri borgara og ráðnir hafa verið íþróttakennarar sem halda utan um hópinn, stýra leikfimitímum og veita leiðbeiningar í tækjasal. Kostnaður vegna kennara er greiddur af Mosfellsbæ.
Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 18. september næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar veitir Elva Björg Pálsdóttir, elvab@mos.is.
Tengt efni
Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september 2022
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum.
Heilsa og hugur fyrir 60+ byrjar 12. september 2022
Mánudaginn 12. september byrjar námskeiðið Heilsa og hugur fyrir íbúa Mosfellsbæjar sem eru 60 ára og eldri.
Námskeið í vef- og tæknilæsi fyrir fólk eldra en 60 ára
Félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að fara í átak varðandi kennslu í tölvulæsi fyrir eldri borgara.