Um miðjan júlí þurfti að kalla út sprengjusveit Landhelgisgæslunnar til að aftengja sprengju sem fannst þegar verið var að endurnýja veitulagnir við Baugshlíð.
Það var Leifur Guðjónsson sem fann sprengjuna. „Við fengum möl frá Björgun og þegar ég var að vinna úr henni sá ég stykki sem ég hélt að væri rörbútur en reyndist svo vera sprengja. Talið er að þetta hafi verið fallbyssukúla frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir Leifur.
Greiðlega gekk að aftengja sprengjuna en mikill viðbúnaður var á svæðinu.