Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. september 2018

Lista­menn­irn­ir Guðni Gunn­ars­son og Ingirafn Stein­ars­son eru með sam­sýn­ingu í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar frá 14. sept­em­ber til 19. októ­ber.

Ný verk – Guðni Gunn­ars­son og Ingirafn Stein­ars­son

Lista­menn­irn­ir Guðni Gunn­ars­son og Ingirafn Stein­ars­son opn­uðu sam­sýn­ingu í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar föstu­dag­inn 14. sept­em­ber kl. 16:00. Til sýn­is eru ný verk en und­an­farin miss­eri hafa báð­ir lista­menn­irn­ir unn­ið tví­vítt, ann­ar­s­veg­ar sam­klipp og hins­veg­ar teikn­ing­ar. Í verk­um Guðna gef­ur að líta marg­breyti­leg­ar súr­realísk­ar fíg­úr­ur sam­sett­ar úr fundnu mynd­efni, tíma­rit­um og dag­blöð­um. Verk Ing­arafns eru sam­hverf­ar teikn­ing­ar, úr trélit­um, álík­ar speng­ing­um sem minna sam­tím­is á fljót­andi sík­adelísk form og svíf­andi geim­stöðv­ar.

Að­drag­anda sýn­ing­ar­inn­ar má rekja til sam­setu lista­mann­anna í mat­ar­boði þar sem kom í ljós að báð­ir væru að vinna með ein­falda tvívíða fram­setn­ingu á hug­ar­efn­um sín­um.

Ingi­björg Magna­dótt­ir lista­mað­ur skrif­ar hug­leið­ingu um verkin og í texta sín­um seg­ir hún: „Hug­ur okk­ar og úr­vinda líf­fær­ið heil­inn munu segja þér sögu. Kannski af ketti með mannsaugu og stein­steypta hryggj­arsúlu, veru­leik­inn í broti af broti, sam­settu broti. Hinn teygj­an­legi heili og skyn­vill­an, leið til að losa um. For­rit­ið er ólíkt heil­an­um ósveigj­an­legt því það mun ávallt reiða sig á geometríu. Ekk­ert líf, eng­in list, ekk­ert vatn. Sum­ir segja að heil­inn sé tölva, lík­am­inn vél og fjöl­skyld­an fyr­ir­tæki. Af­mennsk­un­in er al­gjör. Sam­lík­ing­in er óhuggu­leg, köld án lífs. Án kjarna, án sam­kennd­ar, án skiln­ings, án ást­ar.“

Sýn­ing­in er opin kl. 12:00 – 18:00 virka daga og kl. 13:00 – 17:00 á laug­ar­dög­um. Að­gang­ur er ókeyp­is.

Guðni Gunn­ars­son út­skrif­að­ist frá mynd­list­ar­deild Lista­há­skóla Ís­lands árið 2000 og Goldsmit­hs Col­l­ege-MFA 2007. Sam­hliða mynd­list hef­ur Guðni unn­ið í dans­leik­húsi og tónlist með lista­hóp­un­um Poni og Skyr Lee Bob og sýnt verk m.a. í Pomp­idou í Par­is, Sophiensalle í Berlín, Ki­a­sma í Hels­inki, White Box Gallery í New York, Kaait­hea­ter í Brus­sel, Lista­safni Ís­lands, Bor­eal­is Festi­val í Caen og á Lista­há­tíð í Reykja­vík. Með­al ann­arra verk­efna má nefna verk­efna­stjórn og upp­setn­ingu sýn­inga í Lista­safni Ís­lands og fjög­urra ára setu í stjórn Ný­l­ista­safns­ins. Guðni var til­nefnd­ur til Celeste Art Price-UK árið 2006 og Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­anna fyr­ir texta­gerð árið 2013. Þá hef­ur hann unn­ið sem leik­muna­hönn­uð­ur fjölda verka í Þjóð­leik­hús­inu, Borg­ar­leik­hús­inu og Ís­lensku óper­unni.

Ingirafn Stein­ars­son lauk námi frá Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands árið 1999 og út­skrif­að­ist með MA-gráðu frá Lista­há­skól­an­um í Malmö árið 2006. Ingirafn bjó og starf­aði í Reykja­vík eft­ir náms­dvöl­ina í Sví­þjóð en flutti til Seyð­is­fjarð­ar árið 2014. Hann hef­ur sýnt verk sín á inn­lend­um sem er­lend­um sýn­ing­ar­vett­vangi sam­tíma­list­ar og hef­ur m.a. hald­ið einka­sýn­ing­ar í Suðsuð­vest­ur, Reykja­nes­bæ, Gallerý Vegg, Ak­ur­eyri og D-sal Lista­safns Reykja­vík­ur. Ingirafn hef­ur hlot­ið op­in­bera styrki, þ.m.t. lista­manna­laun, og hlaut dval­ar­styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu árið 2006 til að dvelja í Mons, Belg­íu. Sam­hliða list­sköp­un hef­ur Ingirafn starfað sem tækni­mað­ur í Lista­safni Reykja­vík­ur, kenn­ari í Net­stöð­inni og tækni­mað­ur í Ný­l­ista­safn­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00