Opinn fundur um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri íbúa
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar vinnur um þessar mundir að undirbúningi stefnumótunar í málefnum eldri íbúa bæjarfélagsins og leitar eftir þátttöku og tillögum íbúa við þá vinnu.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Uglugötu
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Uglugata 40 – 46.
Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla sumarið 2018
Tekið verður á móti skráningum í Vinnuskólann frá 22. mars – 14. apríl í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað á 1285. fundi sínum að hefja vinnu við framkvæmd jafnlaunaúttekt hjá sveitarfélaginu og var PwC falið það verkefni.
Kastali mun rísa í Ævintýragarðinum
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í uppsetningu á leiktæki í garðinum, t.d. stórum kastala, víkingaskipi eða öðru sambærilegu.
Ráðinn nýr lögmaður Mosfellsbæjar
Bæjarráð samþykkti þann 22. mars að ráða Heiðar Örn Stefánsson í starf lögmanns Mosfellsbæjar.
Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar
Á síðasta opna húsi vetrarins verður fjallað um betri svefn sem er grunnstoð heilsu. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn, 4. apríl. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Krikaskóla og hefst kl. 20:00.
Mosfellsbær – Ársreikningur 2017
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 var lagður fram í bæjarráði í dag og jafnframt tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er talsvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.
Stóra upplestrarkeppnin 2018
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í FMOS þann 20. mars.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfisstefnu í Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að hefja vinnu að nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ, þar sem horft er til nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Stóra upplestrarkeppnin 2018 verður haldin í FMOS
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í 20. sinn í FMOS þriðjudaginn 20. mars kl. 17:30.
Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ í gangi til 10. apríl 2018
Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni/einkenni til að marka þær þrjár aðkomur að bænum.
Fundur með íbúasamtökum Helgafellshverfis
Íbúasamtök Helgafellshverfis óskuðu eftir við Mosfellsbæ að fá upplýsingar um stöðu og framtíðarsýn Helgafellskóla inn á fund á samtakanna.
Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu tilbúnar til úthlutunar
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ.
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2018 - Umsóknarfrestur til og með 22. mars
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf.
Útboðsauglýsing: Helgafellsskóli nýbygging, lóðarfrágangur
Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ við Gerplustræti 14.
Lokun Skeiðholts frá 15. mars til 31. maí
Framkvæmdir eru hafnar við Skeiðholt en þær eru hluti af hliðrun götunnar og byggingu hljóðveggs. Áætlað er að framkvæmdir muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018.
Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ - umsóknarfrestur til og með 11. mars 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann.
Fræðslufundur um áætlaða komu flóttafólks til Mosfellsbæjar
Þann 19. mars næstkomandi er von á fimm fjölskyldum frá Úganda til Mosfellsbæjar.
Undirritun samnings um móttöku flóttamanna
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 1. mars sl. heimild til bæjarstjóra til undirritunar samnings við velferðarráðuneytið um móttöku 10 flóttamanna frá Úganda.