Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. mars 2018

Mos­fells­bær vinn­ur að bygg­ingu leik- og grunn­skóla í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ við Gerplustræti 14.

Lóð Helga­fells­skóla í þessu út­boði er um 7.800m² að stærð. Lóð­inni má skipta í 2 svæði, ann­ars veg­ar að­komu að skól­an­um norð­an meg­in og svo leik­svæði fyr­ir yngri deild­ir grunn­skól­ans. Fram­kvæmd­ir standa yfir við fulln­að­ar­frág­ang skóla­bygg­ing­ar.

Helstu verk­þætt­ir eru:

Land­mót­un á vest­ur­svæði milli að­komu og miðju­svæð­is frá inn­gangi skól­ans að bíla­stæð­um á sunn­an­verðri lóð. Yf­ir­borðs­frá­gang­ur er að mestu mal­bik­að­ur með hellu­lögð­um upp­hit­uð­um stíg­um, tröppu­ein­ing­ar, hlaðna grjót­kanta (um 95m²) með gróð­ur­beð­um á milli, stórt gróð­ur­beð (um 266m²) með trjám og runn­um og gras­svæði (um 155m²). Frá­veitu­lagn­ir frá bygg­ingu og af lóð, steypt­ir stoð­vegg­ir og raf­lýs­ing.

Helstu magn­töl­ur eru:

  • Mal­bik – 2.400m²
  • Hellu­lögn – 1.900m²
  • Pall­ur – 250m
  • Batta­völl­ur -640m²
  • Gras – 1.116m²
  • Gróð­ur­beð – 1.110m²
  • Trjá og runna­gróð­ur – 852stk
  • Holta­grjót­hleðsl­ur – 350m²
  • Gúmmí yf­ir­borð – 220m²
  • Snjó­bræðslu­lagn­ir – 290m²
  • Brunn­ar – 2stk
  • Frá­veitu­lagn­ir – 180m
  • Steypumót – 260m²
  • Jarð­streng­ir – 350m

Bún­að­ur á lóð er með­al ann­ars brettap­all­ur, bretta­slá, drumba­leik­ir, klif­ur, koll­hnísaslá, renni­braut­ir, róla, staura­leik­ur og timb­urbrú.

Verk­inu skal að fullu lok­ið 1. októ­ber 2018

Út­boðs­gögn verða af­hent í af­greiðslu bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 2. hæð frá og með kl. 12:00 á þriðju­deg­in­um 13. mars 2018. Til­boð­um skal skilað á sama stað, bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar, eigi síð­ar en þriðju­dag­inn 10. apríl 2018 kl. 11:00 og þau opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00