Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 1. mars sl. heimild til bæjarstjóra til undirritunar samnings við velferðarráðuneytið um móttöku 10 flóttamanna frá Úganda.
Í kjölfar samþykkisins undirrituðu bæjarstjóri og félags- og jafnréttismálaráðherra samninginn á bæjarskrifstofunum í Kjarna.
Jafnframt tilnefndi bæjarráð tvo fulltrúa bæjarfélagsins í samráðshóp vegna móttöku flóttafólksins. Fulltrúar bæjarfélagsins verði framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks.
Samkvæmt áætlun er miðað við það að flóttamennirnir komi til Mosfellsbæjar 19. mars nk.