Umhverfisnefnd hefur ákveðið að hefja vinnu að nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ, þar sem horft er til nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Leitað er eftir aðkomu íbúa, stofnana og félagasamtaka við að móta stefnuna og meta hverjar áherslur Mosfellsbæjar eiga að vera í umhverfismálum, eins og skógrækt, landgræðslu, vistvænum samgöngum, útivist, heilsueflingu, sorpmálum og náttúruvernd.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 17:00 – 19:00 í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Sérstakur gestur fundarins verður Vilborg Arna Gissurardóttir, sem heldur stutt erindi.
Öll velkomin og kaffiveitingar í boði.