Bæjarráð samþykkti þann 22. mars að ráða Heiðar Örn Stefánsson í starf lögmanns Mosfellsbæjar.
Heiðar er lögfræðingur frá HÍ, hefur réttindi sem hæstaréttarlögmaður og mun hefja störf hjá Mosfellsbæ í byrjun apríl. Hann hefur starfað á hjá LOGOS lögmannaþjónustu frá árinu 2007 nú síðast sem verkefnastjóri á málflutnings- og stjórnsýslulínu. Sérsvið Heiðars eru stjórnsýsluréttur, samningaréttur, fasteignakaupa- og leiguréttur auk verkatakaréttar. Áður starfaði hann á lögmannsstofunni Pacta.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði