Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. mars 2018

    Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við Skeið­holt en þær eru hluti af hliðr­un göt­unn­ar og bygg­ingu hljóð­veggs. Áætlað er að fram­kvæmd­ir muni standa yfir til loka ág­úst­mán­að­ar 2018.

    Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við Skeið­holt en þær eru hluti af hliðr­un göt­unn­ar og bygg­ingu hljóð­veggs. Áætlað er að fram­kvæmd­ir muni standa yfir til loka ág­úst­mán­að­ar 2018.

    Vegna fram­kvæmd­anna þarf að loka fyr­ir að­gengi bif­reiða um Skeið­holt frá og með 15. mars til og með 31.maí 2018.

    Á með­fylgj­andi mynd­um má sjá hjá­leið fyr­ir bif­reið­ar til og frá Varmár­skóla og Íþróttamið­stöð­inni við Varmá með­an á fram­kvæmd­um stend­ur (merkt með græn­um lit). Gang­andi veg­far­end­ur kom­ast leið­ar sinn­ar með­fram vest­an­verðu Skeið­holti og það­an í und­ir­göng eins og áður hef­ur ver­ið.

    Of­an­greind lok­un mun hafa áhrif á leið­ar­kerfi stræt­is­vagna en ein bið­stöð er í Skeið­holti (merkt með gul­um lit) sem mun leggjast af tíma­bund­ið auk þess að rösk­un get­ur orð­ið á tíma­áætlun skóla­bif­reiða.

    Mik­il­vægt er að all­ir kynni sér merkt­ar leið­ir, fari yfir þær með skóla­börn­um og sjái til þess að merkt­um leið­um sé fylgt.

    All­ir veg­far­end­ur ak­andi, gang­andi og hjólandi eru hvatt­ir til að sýna sér­staka til­lit­semi og að­gát á með­an á fram­kvæmd­um stend­ur.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00