Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Uglugata 40 – 46.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi:
Uglugata 40 – 46
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Uglugötu 40 – 46. Breytingin felst í eftirfarandi:
- Á lóðinni verða 6 raðhús á tveimur hæðum, engar bílageymslur fylgja húsunum.
- Byggingareit breytt til samræmis við fjölgun íbúða.
- Aukið rými verður aðkomumegin á lóð til að fella aðkomuna betur að hæðarlegu lóðar.
- Bílastæði á lóð verða 16 talsins
Ofangreind tillaga verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 28. mars 2018 til og með 15. maí 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemd.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 15. maí 2018.
29. mars 2018,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar