Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. mars 2018

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt út­hlut­un­ar­skil­mála og verð við út­hlut­un á 31 lóð við Fossa­tungu og Kvísl­artungu í Mos­fells­bæ.

Um er að ræða stækk­un Leir­vogstungu­hverf­is til aust­urs í átt að Köldu­kvísl. Leir­vogstungu­hverf­ið er glæsi­legt sér­býl­is­húsa­hverfi í Mos­fells­bæ sem af­markast af Leir­vog­in­um og Vest­ur­lands­vegi.

Um­sókn­um um lóð­ir skal skilað á þar til gerðu eyðu­blaði ásamt fylgigögn­um eigi síð­ar en 5. apríl 2018.

Um­sækj­end­um er heim­ilt að sækja um fleira en eina lóð. Ein­ung­is skal sækja um eina lóð í hverri um­sókn. Verði um­sókn­ir um ein­staka lóð fleiri en ein verð­ur dreg­ið úr öll­um inn­send­um um­sókn­um fyr­ir þá lóð. Um­sækj­end­um um lóð­ir verð­ur gef­in kost­ur á að vera við­stadd­ir út­drátt og verð­ur hann aug­lýst­ur með viku fyr­ir­vara á vef Mos­fells­bæj­ar. Út­drátt­ur­inn verð­ur fram­kvæmd­ur af eða und­ir eft­ir­liti sýslu­manns eða ann­ars hlut­lauss að­ila.

Verð lóða sam­an­stend­ur af gatna­gerð­ar­gjaldi sem er 32.082 kr. á m² auk bygg­inga­rétt­ar­gjalds sem er mis­jafnt eft­ir húsa­gerð. Bygg­inga­rétt­ar­gjald er u.þ.b. 18.000 kr. á m² vegna ein­býl­is­húsa, 14.000 kr. á m² vegna par­húsa og 10.000 kr. á m² vegna rað­húsa/keðju­húsa. Fer­metra­verð reikn­ast á hámark leyfi­legr­ar stærð­ar húss.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00