Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar vinnur um þessar mundir að undirbúningi stefnumótunar í málefnum eldri íbúa bæjarfélagsins og leitar eftir þátttöku og tillögum íbúa við þá vinnu.
Hverjar eiga áherslur Mosfellsbæjar að vera í þjónustu við eldri íbúa, svo sem félagslegri þjónustu, heilsutengdri þjónustu, félagsstarfi, virkni, hreyfingu, útivist, aðgengi og miðlun upplýsinga?
Fundurinn verður haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar fimmtudaginn 5. apríl 2018 kl. 17:00 – 19:00.
Ellert B. Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni flytur erindið Aldur er eitt en elli annað.
Öll velkomin!
Veitingar verða í boði.
Tengt efni
Opið hús fyrir eldri borgara Mosfellsbæjar
Gott að eldast í Mosfellsbæ
Opinn íbúafundur og samráðsgátt
Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.